Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. október 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ætlaði að ganga til Katar en hvarf í Íran
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Spænskur fótboltaaðdáandi ákvað að ganga frá Madríd til Katar fyrir HM sem hefst í nóvember. Ferðalagið virðist þó hafa tekið snöggan endi þar sem ekkert hefur heyrst frá manninum síðan hann ætlaði að fara inn í Íran á leið sinni til Katar.


Maðurinn heitir Santiago Sanchez Cogedor og er 40 ára gamall, Hann er fyrrum fallhlífahermaður og með reynslu frá Mið-Austurlöndunum. Santiago er með 37 þúsund fylgjendur á Instagram sem ætluðu að fylgjast með þessum tæplega 7000km göngutúr hans yfir stóran hluta hnattarins.

Það voru þónokkrir sem aðvöruðu Cogedor við að ganga alla leiðina í ljósi stríðsástandsins sem ríkir í kringum Írak og Íran. Í Írak hefur geisað stríð til margra ára á meðan ástandið í Íran hefur snarversnað undanfarin misseri.

Santiago hafði vonast til að vera kominn til Katar í byrjun nóvember en nú eru liðnar þrjár vikur síðan hann hafði síðast samband við fylgjendur sína á Instagram, vini eða fjölskyldumeðlimi.

Nákomið fólk vonast til þess að ríkisstjórnin í Íran sé með hann í haldi frekar heldur en uppreisnar- eða aðskilnaðarhópar í svæðunum í kring.

Santiago hóf ferðalagið sitt 8. janúar og var því búinn að vera á ferðinni í tæplega tíu mánuði þegar hann hvarf.



Athugasemdir
banner
banner