Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 24. maí 2020 07:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjar Willum bikarúrslitaleikinn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fer fram bikarúrslitaleikurinn í Hvíta-Rússlandi. BATE mætir þar Dynamo Brest á Dinamo leikvanginum í Minsk.

BATE kemur inn í leikinn á mikilli sigurgöngu, liðið hefur unnið sex leiki röð og sjö af síðustu átta. Liðið hefur einungis tapað einum af síðustu tíu leikjum sínum.

Brest kemur ekki á jafn mikilli siglingu inn í leikinn því liðið hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og rétt skreið inn í úrslitaleikinn á útivallarmörkum. Sagan er þó með Brest í liði því Brest hefur unnið BATE í síðustu þrjú skipti sem liðin hafa mæst í úrslitaleikjum. Þá er horft í bikarúrslitin og Ofurbikarinn.

Bate er á toppnum á hvítrússnesku deildinni og er níu stigum á undan Brest sem er í 9. sæti.

Willum Þór Willumsson er leikmaður BATE og hefur hann leikið vel á tímabilinu. Willum hefur að undanförnu verið að byrja annan hvern leik og spilað lokakaflann í leikjunum á móti.

Willum kom inn á í síðasta leik, sem var einmitt gegn Brest í deildinni, svo ef rútínan heldur áfram þá ætti Willum að byrja í dag.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma
Athugasemdir
banner
banner
banner