sun 24. maí 2020 21:45
Brynjar Ingi Erluson
„Giggs var ofboðslega ofmetinn leikmaður"
Ryan Giggs
Ryan Giggs
Mynd: Getty Images
Velski landsliðsþjálfarinn Ryan Giggs er harðlega gagnrýndur af Curtis Woodhouse, fyrrum kollega hans í ensku úrvalsdeildinni, á samfélagsmiðlinum Twitter.

Giggs er talinn einn besti knattspyrnumaðurinn í sögu Manchester United en hann spilaði með aðalliðinu í 24 ár, vann 22 titla, þar af ensku úrvalsdeildina 13 sinnum.

Hann spilaði 963 leiki og skoraði 168 mörk en var ofmetinn að mati Woodhouse.

Woodhouse á langan feril en spilaði aðeins eitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Það gerði hann með Birmingham City tímabilið 2002-2003 en í dag er hann þjálfari Gainsborough Trinity í utandeildinni.

„Ryan Giggs er ofboðslega ofmetinn leikmaður hjá Manchester United. Langlífur en í liði sem réði ríkjum í mörg ár og skoruðu að vild en tölfræði hans er ömurleg. Hann var góður leikmaður en ekkert meira en það," sagði Woodhouse.

„Giggs er með 162 stoðsendingar í úrvalsdeildinni á 22 árum sínum þar og 109 mörk. Liðið hans var það besta á ferlinum hans og voru að brjóa öll markamet. Hann var vinstri kantmaður og þegar maður horfir á tölfræðina þá myndi maður halda að hann væri bakvörður."

„Giggs var ekki einu sinni með góðan vinstri fót! Hann var magnaður íþróttamaður en vinstri fóturinn var ekki það góður. Fyrirgjafirnar voru allt í lagi en ekkert frábærar."

„Höldum þessu ekta. Giggs var góður leikmaður og í góðu jafnvægi á vinstri vængnum, með mikla orku og góðan hraða. Hann var góður leikmaður en ekki frábær leikmaður. Hann átti aldrei heimsklassa tímabil í þessum 22 tækifærum sem hann fékk en hann var samt góður leikmaður. Aldrei slakur, aldrei geggjaður, bara góður og alltaf í jafnvægi,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner