Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   þri 24. maí 2022 22:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur að leikslokum
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur að leikslokum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði 1-0 fyrir Val á heimavelli í 6. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur eftir leik.

„Það er aldrei gaman að tapa leik, en þessi leikur var auðvitað bara hörkuleikur tveggja góðra liða og mér fannst við vera ofan á í ansi mörgum atriðum í dag, fá fleiri möguleika og ansi góða möguleika inn á milli. En við bara náum ekki að nýta þá og það er kannski pínu sagan okkar í sumar. Það breytir því ekki að við erum með hörku hóp, við erum með öfluga leikmenn og ég hef fulla trú á leikmannahópnum, að þær geti komið til baka og snúið þessu dæmi við og farið að skora mörk úr færunum okkar og þá fara að týnast inn stig. En það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark," sagði Ási strax eftir leik. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Valur

„Það vantar upp á að skora og þegar þú lendir í svona krísu þá er ekkert annað hægt en að halda áfram, halda áfram á meðan frammistaðan er og þú ert að búa til færin að þá kemur að því að þau detta og þá bara raðast inn mörkin. Við höfum bara trú á því."

Eftir leikinn eru Breiðablik sex stigum á eftir Val sem er á toppi deildarinnar.

„Staðan í töflunni lítur ekkert vel út en það þýðir ekkert að vera að horfa á það núna. Það er nóg eftir af þessu móti og eins og ég segi, ég hef fulla trú á hópnum og að við getum komið sterkar inn í framhaldið. Sex stig í val segiru, við þurfum bara að horfa á næsta leik. Það eru þrjú stig í boði og við þurfum að horfa á einn leik í einu og reyna að týna inn þau stig sem við mögulega getum."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner