Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   þri 24. maí 2022 22:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ási: Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur að leikslokum
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur að leikslokum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði 1-0 fyrir Val á heimavelli í 6. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur eftir leik.

„Það er aldrei gaman að tapa leik, en þessi leikur var auðvitað bara hörkuleikur tveggja góðra liða og mér fannst við vera ofan á í ansi mörgum atriðum í dag, fá fleiri möguleika og ansi góða möguleika inn á milli. En við bara náum ekki að nýta þá og það er kannski pínu sagan okkar í sumar. Það breytir því ekki að við erum með hörku hóp, við erum með öfluga leikmenn og ég hef fulla trú á leikmannahópnum, að þær geti komið til baka og snúið þessu dæmi við og farið að skora mörk úr færunum okkar og þá fara að týnast inn stig. En það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark," sagði Ási strax eftir leik. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Valur

„Það vantar upp á að skora og þegar þú lendir í svona krísu þá er ekkert annað hægt en að halda áfram, halda áfram á meðan frammistaðan er og þú ert að búa til færin að þá kemur að því að þau detta og þá bara raðast inn mörkin. Við höfum bara trú á því."

Eftir leikinn eru Breiðablik sex stigum á eftir Val sem er á toppi deildarinnar.

„Staðan í töflunni lítur ekkert vel út en það þýðir ekkert að vera að horfa á það núna. Það er nóg eftir af þessu móti og eins og ég segi, ég hef fulla trú á hópnum og að við getum komið sterkar inn í framhaldið. Sex stig í val segiru, við þurfum bara að horfa á næsta leik. Það eru þrjú stig í boði og við þurfum að horfa á einn leik í einu og reyna að týna inn þau stig sem við mögulega getum."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner