Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. maí 2022 14:45
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 16. sæti: Everton
Richarlison á stóran hlut í því að Everton hélt sæti sínu.
Richarlison á stóran hlut í því að Everton hélt sæti sínu.
Mynd: Getty Images
Rafa Benitez var rekinn í janúar.
Rafa Benitez var rekinn í janúar.
Mynd: EPA
Eftir að áframhaldandi vera í deild þeirra bestu var tryggð óðu stuðningsmenn inná völlinn.
Eftir að áframhaldandi vera í deild þeirra bestu var tryggð óðu stuðningsmenn inná völlinn.
Mynd: Getty Images
Leikmönnum var líka heldur betur létt.
Leikmönnum var líka heldur betur létt.
Mynd: Getty Images
Erfitt var það en það tókst, Lampard tókst að halda Everton uppi!
Erfitt var það en það tókst, Lampard tókst að halda Everton uppi!
Mynd: EPA
Dominic Calvert-Lewin skilaði 5 mörkum á tímabilinu, hann þarf að skila meiru á næsta tímabili.
Dominic Calvert-Lewin skilaði 5 mörkum á tímabilinu, hann þarf að skila meiru á næsta tímabili.
Mynd: EPA
Demarai Gray átti sín augnablik.
Demarai Gray átti sín augnablik.
Mynd: EPA
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram síðastliðinn sunnudag. Í enska uppgjörinu verður tímabilið gert upp á næstu dögum á ýmsan máta. Nú er röðin komin að Everton sem að margir telja vera það lið sem olli mestum vonbrigðum í vetur.

Everton fór inni í tímabilið með nýjan stjóra í brúnni, Rafa nokkur Benitez mætti fyrir tímabilið í bláa hluta Liverpool borgar. Væntingar Everton-manna fyrir tímabilið voru kannski ekkert gríðarlega miklar og það féll misjafnlega í kramið hjá stuðningsmönnum að fyrrum stjóri Liverpool væri tekinn við liðinu.

Benitez fór vel af stað með Everton og að loknum 7. umferðum var uppskeran góð 14 stig. Eftir þessa fínu byrjun fór hins vegar að halla undan fæti, úr næstu 7 leikjum fékk liðið aðeins eitt stig. Pressan á Rafa Benitez var orðinn gríðarlega mikil þegar kom að viðureign við Arsenal í byrjun desember, 2-1 sigur þar lægði heldur öldurnar. Benitez átti á þessum tímapunkti eftir að stýra Everton fjórum sinnum í viðbót, aðeins fékkst eitt stig út úr þessum fjórum leikjum. Tap gegn Norwich var til þess að hann fékk sparkið.

Eftir stjóraleit sem tók nokkra daga og mörg nöfn orðuð við stjórastöðuna hjá Everton var niðurstaðan að ráða Frank Lampard. Honum tókst ekki að hafa mikil áhrif á stigasöfnun liðsins fyrst um sinn, eftir tvo mánuði í starfi var hann búinn að stýra Everton til sigurs í tveimur leikjum og tapa fimm. Útlitið var orðið ansi dökkt í byrjun apríl eftir tvö töp, fyrst gegn West Ham og svo gegn Burnley í sannkölluðum fallbaráttuslag.

Tapið gegn Burnley varð til þess að margir töldu Everton vera með líklegri liðunum til að falla. Erfið leikjadagskrá beið þeirra. Með sigri á Manchester United í næsta leik kom aukin trú á verkefnið. Sigrar á Chelsea og Leicester í byrjun maí héldu góðu lífi í vonum Everton manna að halda sér í deild þeirra bestu. Markalaust jafntefli við Watford og tap á heimavelli gegn Brentford setti liðið í erfiða stöðu þegar tveir leikir voru eftir. Ótrúlegur 3-2 endurkomu sigur gegn Crystal Palace í næst síðasta leik Everton á tímabilinu tryggði veru þeirra í efstu deild.

Besti leikmaður Everton á tímabilinu:
Marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Everton á tímabilinu er Brasilíumaðurinn Richarlison með 10 mörk skoruð og 5 stoðsendingar. Hann fær þennan titil. Gæti orðið eftirsóttur biti á félagaskiptamarkaðnum í sumar.

Þessir skoruðu mörkin:
Richarlison: 10 mörk.
Dominic Calvert-Lewin: 5 mörk.
Demarai Gray: 5 mörk.
Anthony Gordon: 4 mörk.
Michael Keane: 3 mörk.
Andors Townsend: 3 mörk.
Abdoulaye Doucouré: 2 mörk.
Mason Holgate: 2 mörk.
Alexander Iwobi: 2 mörk.
Jarrad Branthwaite: 1 mark.
Séamus Coleman: 1 mark.
Tom Davies: 1 mark.
Vitalii Mykolenko: 1 mark.
Salomon Rondon: 1 mark.
Donny van de Beek: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Richarlison: 5 stoðsendingar.
Abdoulaye Doucouré: 4 stoðsendingar.
Demarai Gray: 4 stoðsendingar.
Dominic Calvert-Lewin: 2 stoðsendingar.
Anthony Gordon: 2 stoðsendingar.
Alexander Iwobi: 2 stoðsendingar.
Michael Keane: 2 stoðsendingar.
Allan: 2 stoðsendingar.
Andros Townsend: 2 stoðsendingar.
Mason Holgate: 1 stoðsending.
Jonjoe Kenny: 1 stoðsending.
Salomón Rondón: 1 stoðsending.
André Gomes: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Anthony Gordon: 35 leikir.
Jordan Pickford: 35 leikir.
Demarai Gray: 34 leikir.
Michael Keane: 32 leikir.
Séamus Coleman: 30 leikir.
Richarlison: 30 leikir.
Abdoulaye Doucouré: 30 leikir.
Alexander Iwobi: 28 leikir.
Allan: 28 leikir.
Mason Holgate: 25 leikir.
Ben Godfrey: 23 leikir.
Andros Townsend: 21 leikur.
Salomón Rondón: 20 leikir.
Dominic Calvert-Lewin: 17 leikir.
Jonjoe Kenny: 15 leikir.
André Gomes: 14 leikir.
Lucas Digne: 13 leikir.
Yerry Mina: 13 leikir.
Vitalii Mykolenko: 13 leikir.
Dele Alli: 11 leikir.
Fabian Delph: 11 leikir.
Donny van de Beek: 7 leikir.
Jarrad Branthwaite: 6 leikir.
Tom Davies: 6 leikir.
Asmir Begovic: 3 leikir.
Lewis Dobbin: 3 leikir.
Jean-Philippe Gbamin: 3 leikir.
Tyler Onyango: 3 leikir.
Anwar El Ghazi: 2 leikir.
Moise Kean: 1 leikur.
Isaac Price: 1 leikur.
Ellis Simms: 1 leikur.
Cenk Tosun: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörn Everton stóð ekki vel í vetur, liðið fékk á sig 66 mörk sem er það mesta sem Everton lið hefur fengið á sig á tímabili frá stofnun úrvalsdeildar. Leita þarf til tímabilsins 1993/94 til að finna svipaða tölfræði, þá fékk liðið á sig 63 mörk. Liðið hélt markinu hreinu í 8 leikjum.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league?
Maðurinn sem skoraði flest mörkin hjá Everton og lagði upp flest er að sjálfsögðu með flest stigin. Richarlison er maðurinn, fékk 125 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Burnley á tímabilinu?
Í spá fréttaritara Fótbolta.net fyrir tímabilið sátu Everton menn í 8. sæti. Það fór hins vegar allt í skrúfuna hjá Everton þegar leið á tímabilið og liðið endaði í fallbaráttu en bjargaði sér á loka metrunum, fyrrnefnt 16. sæti niðurstaðan.

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16. Everton
17. Leeds
18. Burnley
19. Watford
20. Norwich

Athugasemdir
banner
banner
banner