Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   þri 24. maí 2022 22:16
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Pétur: Þorsteinn Halldórsson, farðu að velja Örnu Sif í landsliðið
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals
Pétur Pétursson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur kom sér í toppsæti Bestu-deildar kvenna í kvöld þegar liðið vann 1-0 útisigur á Breiðablik. Pétur Pétursson, þjálfari Vals var að vonum sáttur með sínar konur.

„Mér fannst þetta vera skemmtilegur leikur, taktískur leikur hjá báðum liðum og Blikarnir eru með frábært fótboltalið og erfitt að eiga við þær. Mjög sáttur með það hvernig við spiluðum í dag, varnarlega líka."


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Valur

Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði mark Vals úr hornspyrnu, en þetta er þriðja markið hennar í sumar. Hún stóð vörnina líka gríðarlega vel í dag. 

,,Ég ætla bara að segja það, Þorsteinn Halldórsson, farðu að velja Örnu Sif í landsliðið," sagði Pétur og benti í myndavélina. Skýr skilaboð til landsliðsþjálfarans frá Pétri.

Það var nóg að gera hjá Söndru í marki Vals í dag en hún átti nokkrar góðar vörslur og toppaði leik sinn með því að verja vítaspyrnu.

„Sandra fær allt of lítið hól. Hún er frábær markmaður og er búin  að vera frábær markmaður í einhver 30 ár sko, ég held að þau séu að verða 47 er það ekki? Hún var stórkostleg í dag og sýndi og sannaði að hún er markmaður númer eitt," sagði Pétur um Söndru.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar talar Pétur meðal annars um vítaspyrnudóminn, vítið sem Valur vildi fá og bikarleikinn gegn Tindastól um helgina.


Athugasemdir
banner
banner
banner