Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   þri 24. maí 2022 22:16
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Pétur: Þorsteinn Halldórsson, farðu að velja Örnu Sif í landsliðið
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals
Pétur Pétursson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur kom sér í toppsæti Bestu-deildar kvenna í kvöld þegar liðið vann 1-0 útisigur á Breiðablik. Pétur Pétursson, þjálfari Vals var að vonum sáttur með sínar konur.

„Mér fannst þetta vera skemmtilegur leikur, taktískur leikur hjá báðum liðum og Blikarnir eru með frábært fótboltalið og erfitt að eiga við þær. Mjög sáttur með það hvernig við spiluðum í dag, varnarlega líka."


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Valur

Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði mark Vals úr hornspyrnu, en þetta er þriðja markið hennar í sumar. Hún stóð vörnina líka gríðarlega vel í dag. 

,,Ég ætla bara að segja það, Þorsteinn Halldórsson, farðu að velja Örnu Sif í landsliðið," sagði Pétur og benti í myndavélina. Skýr skilaboð til landsliðsþjálfarans frá Pétri.

Það var nóg að gera hjá Söndru í marki Vals í dag en hún átti nokkrar góðar vörslur og toppaði leik sinn með því að verja vítaspyrnu.

„Sandra fær allt of lítið hól. Hún er frábær markmaður og er búin  að vera frábær markmaður í einhver 30 ár sko, ég held að þau séu að verða 47 er það ekki? Hún var stórkostleg í dag og sýndi og sannaði að hún er markmaður númer eitt," sagði Pétur um Söndru.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar talar Pétur meðal annars um vítaspyrnudóminn, vítið sem Valur vildi fá og bikarleikinn gegn Tindastól um helgina.


Athugasemdir
banner
banner