Brighton og Man CIty eru að gera 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni en búið er að flauta til loka fyrri hálfleiks.
Man City tók forystuna á 25. mínútu í gegnum Phil Foden.
Liðið spilaði vel sín á milli áður en boltinn kom til Erling Braut Haaland. Hann fann RIyad Mahrez áður en norski framherjinn tók gott hlaup fram völlinn.
Mahre beið aðeins áður en hann kom með háan bolta inn fyrir á Haaland sem lagði hann síðan fyrir Foden. Englendingurinn afgreiddi boltann síðan í netið.
Brighton var fljótt að svara. VAR tók mark af Kaoru Mitoma á 31. mínútu þar sem hann handlék knöttinn í aðdragandanum. Julio Enciso tókst hins vegar að jafna sjö mínútum síðar og það með þrumuskoti af 25 metra færi.
Annað mark var tekið af Brighton undir lok fyrri hálfleiks er Danny Welbeck var dæmdur rangstæður.
Hægt er að sjá mörkin hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hjá Foden
Sjáðu glæsimark Enciso
Athugasemdir