Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   mið 24. maí 2023 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía í dag - Inter mætir Fiorentina í úrslitum bikarsins
Mynd: EPA

Það er einn leikur á Ítalíu í kvöld en það er enginn smá leikur. Úrslitaleikur ítalska bikarsins.


Leikurinn hefst klukkan 19 en þar mætast Fiorentina og Inter.

Inter fór ekki auðvelda leið í úrslitaleikinn en liðið vann Parma, Atalanta og Juventus á leið sinni í úrslitaleikinn.

Fiorentina þurfti að fara í gegnum Sampdoria, Torino og spútník lið keppninnar, Cremonese, á leið sinni í úrslitaleikinn.

Leikur dagsins
19:00 Fiorentina - Inter



Athugasemdir
banner
banner