Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 24. maí 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tchouameni missir af úrslitaleiknum og mögulega EM líka
Aurelien Tchouameni.
Aurelien Tchouameni.
Mynd: EPA
Aurelien Tchouameni, miðjumaður Real Madrid, verður fjarri góðu gamni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Borussia Dortmund þann 1. júní næstkomandi.

Hann meiddist þegar Real Madrid lagði Bayern München að velli í undanúrslitunum.

Hinn 24 ára gamli Tchouameni varð fyrir álagsmeiðslum í leiknum og verður frá næstu vikurnar.

„Hann verður ekki tilbúinn fyrir úrslitaleikinn," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid í dag.

Tchouameni er í hópi Frakklands fyrir Evrópumótið en það er óvíst hvort að hann geti verið með vegna þessara meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner