Guehi tilbúinn að sitja út samninginn - Há laun Rodrygo hindrar skipti hans til Arsenal - Höjlund til Napoli?
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
Halli: Alltaf áhyggjuefni að ná ekki í sigra
Heimir Guðjóns: Ef ég vissi ástæðuna þá væri ég ríkur maður
Sigurður Bjartur: Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér
„Eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari Vestra"
Alli Jói: Er ógeðslega glaður
Halli Hróðmars: Töpuðum sanngjarnt
Sandra á leið á EM: Rosa gott fyrir hausinn
Jóhann Kristinn: Formið á henni er ekkert eðlilegt
Áhyggjulaus þrátt fyrir að vera í fallsæti - „Ekki mitt að ákveða með mitt starf"
Arna Eiríks um EM hópinn: Ætla bara að vera hreinskilin, það var mjög svekkjandi
   lau 24. maí 2025 22:27
Haraldur Örn Haraldsson
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga var ánægður með úrslit kvöldsins eftir 2-1 sigur á ÍA.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 ÍA

„Þetta var flottur leikur, ánægður fyrst og fremst með þrjú stig. Það var mikil harka í leiknum, hart barist. Mér fannst við vera með stjórnina á leiknum samt sem áður mest megnið af leiknum. Þeir sköpuðu svo sem ekki mikið. Við vorum klaufar að fá þetta mark á okkur, þá klikkum við bara í stöðu fyrir utan teiginn. Annars áttu þeir eitt stangaskot, við vorum ekki nógu þéttir þegar við vorum að fá skyndisóknir á okkur. Pressan var aðeins off í fyrri hálfleik sem við löguðum síðan í seinni hálfleiknum. Annars fannst mér við stjórna þessum leik, og áttum þennan sigur fyllilega skilið. Við hefðum klárlega getað skorað fleiri mörk líka," sagði Sölvi.

Víkingar fá klaufalegt mark á sig beint úr hornspyrnu sem þeir áttu. Þá nær Haukur Andri að sleppa í gegn þar sem það var enginn leikmaður Víkings tilbúinn að verjast eftir hornið.

„Við erum með þrjá fyrir utan og þeir eru í svona 'rest defense' (hvíldar varnarstöðu) sem eiga að verja skyndisóknina á okkur. Stundum gerist það að hann dettur fyrir utan og einn fer að skjóta. Þá þurfa hinir sem eru fyrir utan ekki að horfa á skotið heldur að koma sér fyrir aftan skotið. Því hann getur alltaf farið í mann, eins og við sáum bara í leiknum. Þannig við lærum bara af því, þetta er bara svona óhappalegt mark sem getur gerst."

Stígur Diljan Þórðarson kom til Víkings fyrir þetta tímabil en hann skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokks leik í kvöld.

„Hann er búinn að koma inn með rosalega miklum krafti. Hann fer út frá okkur 15 ára og fer til Benfica. Hann fær góðan skóla þar og kemur til baka dálítið eins og karlmaður. Hann er bara búinn að hrífa okkur Víkinga rosalega mikið. Hann hefði sennilega átt að vera búinn að skora fyrr í keppnisleik en það kom núna í dag, og við erum bara mjög ánægðir með það. Þetta er bara rosalega flottur leikmaður, alhliða leikmaður, getur haldið í boltann, getur tekið menn á. Hann er stór, getur unnið menn í skallaboltum, svo er hann líka bara með góðan leikskilning og gott auga fyrir spili. Hann er með bara allann pakkann, og ég gæti haldið áfram að hrósa honum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner