Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. júní 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristrún yfirgefur austurrísku meistarana - Gæti spilað á Íslandi
Mynd: Mallbackens
Kristrún Rut Antonsdóttir varð í vetur meistari með austurríska liðinu St. Pölten og lék sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni á ferlinum.

Hún verður ekki áfram hjá félaginu, það staðfesti hún þegar Fótbolti.net sendi henni fyrirspurn í dag.

„Ég hugsa að ég verði á Íslandi," sagði hún aðspurð hvað tæki við.

Kristrún getur leyst nokkrar stöður á vellinum. hún er 26 ára og verður 27 ára í haust. Hún var í Hamri í yngri flokkum áður en hún skipti yfir í Selfoss þar sem hún lék á árunum 2010-2018.

Kristrún hefur leikið erlendis undanfarin ár: Með Chieti og Roma á Ítalíu, Avaldsnes í Noregi, BSF í Danmörku, Mallbackens í Svíþjóð og nú síðasta hálfa árið með St. Pölten.

Sjá einnig:
Skin og skúrir áður en stóra tækifærið bauðst - „Hugsaði að ég hefði engu að tapa"
Hin hliðin - Kristrún Antonsdóttir
Athugasemdir
banner
banner