Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. júlí 2021 18:17
Victor Pálsson
2. deild kvenna: Einherji með sýningu gegn KM
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Lið Einherja fór á kostum í 2. deild kvenna í dag er liðið spilaði við KM í níunda leik sínum í sumar.

Það er óhætt að segja að KM sé versta lið deildarinnar en liðið hefur enn ekki unnið leik og aðeins skorað eitt og þá fengið 82 á sig.

Einherji var í engum vandræðum í þessum leik og skoraði 11 mörk gegn engu frá heimaliðinu.

Fjölnir vann lið Sindra 4-2 á sama tíma og er í fimmta sætinu með 19 stig eftir þennan sigur. Sindri er sæti neðar með 12 stig.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir situr á toppi deildarinnar með fimm stiga forskot en liðið vann lið KH 3-0 einnig í dag.

KM 0 - 11 Einherji
0-1 Amanda Lind Elmarsdóttir('10)
0-2 Gabríela Sól Magnúsdóttir('21)
0-3 Brianna Mclean Curtis('36)
0-4 Gabríela Sól Magnúsdóttir('54)
0-5 Karólína Dröfn Jónsdóttir('54)
0-6 Brianna Mclean Curtis('72)
0-7 Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir('77)
0-8 Brianna Mclean Curtis('85)
0-9 Áslaug Dóra Jörgensdóttir('87)
0-10 Karólína Dröfn Jónsdóttir('89)
0-11 Karólína Dröfn Jónsdóttir('90)

Sindri 2 - 4 Fjölnir
0-1 María Eir Magnúsdóttir('5)
1-1 Samira Suleman('8)
2-1 Inga Kristín Aðalsteinsdóttir('49)
2-2 Sara Montoro('64, víti)
2-3 Lalla Þóroddsdóttir('66)
2-4 Lilja Nótt Lárusdóttir('90)

KH 0 - 3 Fjarðab/Höttur/Leiknir
0-1 Halldóra Birta Sigfúsdóttir('24)
0-2 Ársól Eva Birgisdóttir('52)
0-3 Alexandra Taberner Tomas('54)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner