Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 24. september 2020 19:29
Magnús Þór Jónsson
Gústi vonast eftir úrslitaleik við KR: Væri draumur í dós
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hetjuleg frammistaða af okkar hálfu," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir 1-1 jafntefli gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR á Meistaravöllum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Grótta

Grótta fékk rautt spjald í stöðunni 0-0 undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir komust hins vegar yfir en KR náði að jafna þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

„Að spila tíu gegn KR á útivelli er gríðarlega erfitt. Við sýndum gríðarlega mikinn karakter og vörðum mark okkar vel. Þetta eina stig miðað við hvernig þetta þróaðist allt er mjög ásættanlegt."

Gróttumenn voru ekki sáttir við rauða spjaldið sem Sigurvin Reynisson fékk.

„Menn töluðum fljúgandi tveggja fóta tæklingu. Mér fannst þeir báðir fara í boltann. Menn töluðu líka um tveggja fóta tæklingu á Pablo. Ég skil ekki alveg þetta rauða spjald, en ég á eftir að skoða það betur. Við spiluðum einum færri, en vorum vel skipulagðir og náðum meira að segja að setja mark á KR-inga."

Grótta er með átta stig, sjö stigum frá öruggu sæti eins og staðan er núna. Næsti leikur liðsins er við KA.

„Við hugsum um þann leik núna. Við erum að vonast til að við halda okkur inn í mótinu og að fá úrslitaleik gegn KR í lokaleik, það væri draumur í dós."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner