
„Tilfinningin er frábær. Það er alltaf gaman að vinna og sérstaklega núna að vinna tvöfalt," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í dag.
Þetta er annað árið í röð sem Valur vinnur titilinn og er liðið núna bæði Íslands- og bikarmeistari.
Þetta er annað árið í röð sem Valur vinnur titilinn og er liðið núna bæði Íslands- og bikarmeistari.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 3 Valur
„Þetta er erfiðasti bikarinn sem hægt er að vinna, það er árið eftir. Ég er mjög stoltur af þessu liði mínu."
Hver er lykillinn að þessum frábæra árangri?
„Það er liðsheild og þessi ótrúlegi mannskapur sem ég er með. Líka allt í kringum Val sem er boðið upp á. Ég er með frábæran mannskap í kringum mig og allar þessar stelpur - bæði ungar og gamlar - sem eru miklir karakterar og vildu bara vinna. Það var einbeiting á að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert lengi, að vinna árið eftir líka."
Pétur segir að markmiðið sé auðvitað að vinna þriðja árið í röð á næsta ári.
„Ég held að það hljóti að vera," sagði Pétur aðspurður að því hvort hann verði áfram með Val á næstu leikíð.
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar ræðir Pétur meðal annars verkefnið sem er framundan gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni.
Athugasemdir