Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   lau 24. september 2022 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur stoltur: Erfiðasti bikarinn sem hægt er að vinna
Kvenaboltinn
Tveir í röð!
Tveir í röð!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er frábær. Það er alltaf gaman að vinna og sérstaklega núna að vinna tvöfalt," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í dag.

Þetta er annað árið í röð sem Valur vinnur titilinn og er liðið núna bæði Íslands- og bikarmeistari.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

„Þetta er erfiðasti bikarinn sem hægt er að vinna, það er árið eftir. Ég er mjög stoltur af þessu liði mínu."

Hver er lykillinn að þessum frábæra árangri?

„Það er liðsheild og þessi ótrúlegi mannskapur sem ég er með. Líka allt í kringum Val sem er boðið upp á. Ég er með frábæran mannskap í kringum mig og allar þessar stelpur - bæði ungar og gamlar - sem eru miklir karakterar og vildu bara vinna. Það var einbeiting á að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert lengi, að vinna árið eftir líka."

Pétur segir að markmiðið sé auðvitað að vinna þriðja árið í röð á næsta ári.

„Ég held að það hljóti að vera," sagði Pétur aðspurður að því hvort hann verði áfram með Val á næstu leikíð.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar ræðir Pétur meðal annars verkefnið sem er framundan gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner