Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag. Víkingur getur orðið sófameistari ef KR-ingar taka stig af Val á Meistaravöllum.
KR-ingar frestuðu fagnaðarlátum Víkinga á dögunum er liðin gerðu 2-2 jafntefli í Víkinni.
Nú geta KR-ingar hins vegar hjálpað Víkingum að landa titlinum er liðið fær Val í heimsókn. Ef Valur tapar stigum á Meistaravöllum, þá verður Víkingur meistari.
FH og Stjarnan mætast þá í Kaplakrika. Sá leikur hefst klukkan 14:00, en leikur KR og Vals klukkan 16:00.
Þá klárast undanúrslitin í umspili Lengjudeildarinnar. Afturelding vann Leikni, 2-1, í fyrri leik liðanna, en þau mætast nú á Malbikstöðinni að Varmá. Fjölnir tekur á móti Vestra á Extra-vellinum, en Vestri leiðir það einvígi, 1-0.
Sigurvegarnir úr þessum viðureignum mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla.
Leikir dagsins:
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
14:00 KR-Valur (Meistaravellir)
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 Keflavík-HK (HS Orku völlurinn)
17:00 Fylkir-KA (Würth völlurinn)
Lengjudeild karla - Umspil
14:00 Afturelding-Leiknir R. (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Fjölnir-Vestri (Extra völlurinn)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir