Toney fer ekki í janúar - Lewandowski ákveður framtíðina bráðlega - Munoz dreymir um Man Utd - Bayern og Dortmund keppast um De Cat
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   sun 24. september 2023 16:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Karólína Lea: Þurfum að vera leiðinlegasta lið í heimi
Karólína einbeitt á æfingu í dag.
Karólína einbeitt á æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér líður voða vel hérna í þýska loftinu. Við erum 30 mínútum frá íbúðinni minni þannig að það er mjög fínt," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fyrir æfingu í Düsseldorf þennan sunnudaginn.

Stelpurnar í landsliðinu eru mættar til Þýskalands eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Wales í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni.

„Maður er alltaf sáttur við að taka þrjú stig. Það er alltaf eitthvað neikvætt sem maður getur tekið úr en það var líka margt jákvætt. Það var margt sem fór vel en líka margt sem má bæta."

„Við verðum að skilja þann leik eftir. Núna er einbeitingin á allt öðruvísi leik."

Framundan er leikur gegn ógnarsterku liði Þýskalands á þriðjudaginn. Þær hafa verið í smá niðursveiflu, áttu erfitt HM og töpuðu gegn Danmörku í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Karólína spilar með Bayer Leverkusen í Þýskalandi og veit hversu mikið býr í næsta andstæðingi Íslands.

„Þetta er gríðarlega sterkt lið. Það eru samt veikleikar eins og í öllum liðum. Við erum bara að fara í stríð. Við erum mjög ólíkt lið. Þær eru með bestu leikmenn í heimi og við ætlum að vera með bestu liðsheild í heimi. Það er mjög mikil spenna fyrir leiknum."

„Við förum inn í alla leiki til að vinna. Við værum ekki í þessu ef við værum ekki að því."

„Við þurfum að loka á þeirra styrkleika því þeir eru margir. Okkur líður vel að verjast. Við þurfum að fara inn sem leiðinlegasta lið í heimi og það mun bögga þær. Við þurfum að leggja leikinn upp með því að vera eins leiðinlegar og við getum."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner