Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   sun 24. september 2023 16:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Karólína Lea: Þurfum að vera leiðinlegasta lið í heimi
Karólína einbeitt á æfingu í dag.
Karólína einbeitt á æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér líður voða vel hérna í þýska loftinu. Við erum 30 mínútum frá íbúðinni minni þannig að það er mjög fínt," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fyrir æfingu í Düsseldorf þennan sunnudaginn.

Stelpurnar í landsliðinu eru mættar til Þýskalands eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Wales í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni.

„Maður er alltaf sáttur við að taka þrjú stig. Það er alltaf eitthvað neikvætt sem maður getur tekið úr en það var líka margt jákvætt. Það var margt sem fór vel en líka margt sem má bæta."

„Við verðum að skilja þann leik eftir. Núna er einbeitingin á allt öðruvísi leik."

Framundan er leikur gegn ógnarsterku liði Þýskalands á þriðjudaginn. Þær hafa verið í smá niðursveiflu, áttu erfitt HM og töpuðu gegn Danmörku í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Karólína spilar með Bayer Leverkusen í Þýskalandi og veit hversu mikið býr í næsta andstæðingi Íslands.

„Þetta er gríðarlega sterkt lið. Það eru samt veikleikar eins og í öllum liðum. Við erum bara að fara í stríð. Við erum mjög ólíkt lið. Þær eru með bestu leikmenn í heimi og við ætlum að vera með bestu liðsheild í heimi. Það er mjög mikil spenna fyrir leiknum."

„Við förum inn í alla leiki til að vinna. Við værum ekki í þessu ef við værum ekki að því."

„Við þurfum að loka á þeirra styrkleika því þeir eru margir. Okkur líður vel að verjast. Við þurfum að fara inn sem leiðinlegasta lið í heimi og það mun bögga þær. Við þurfum að leggja leikinn upp með því að vera eins leiðinlegar og við getum."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir