Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   sun 24. september 2023 16:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Karólína Lea: Þurfum að vera leiðinlegasta lið í heimi
Karólína einbeitt á æfingu í dag.
Karólína einbeitt á æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér líður voða vel hérna í þýska loftinu. Við erum 30 mínútum frá íbúðinni minni þannig að það er mjög fínt," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fyrir æfingu í Düsseldorf þennan sunnudaginn.

Stelpurnar í landsliðinu eru mættar til Þýskalands eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Wales í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni.

„Maður er alltaf sáttur við að taka þrjú stig. Það er alltaf eitthvað neikvætt sem maður getur tekið úr en það var líka margt jákvætt. Það var margt sem fór vel en líka margt sem má bæta."

„Við verðum að skilja þann leik eftir. Núna er einbeitingin á allt öðruvísi leik."

Framundan er leikur gegn ógnarsterku liði Þýskalands á þriðjudaginn. Þær hafa verið í smá niðursveiflu, áttu erfitt HM og töpuðu gegn Danmörku í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Karólína spilar með Bayer Leverkusen í Þýskalandi og veit hversu mikið býr í næsta andstæðingi Íslands.

„Þetta er gríðarlega sterkt lið. Það eru samt veikleikar eins og í öllum liðum. Við erum bara að fara í stríð. Við erum mjög ólíkt lið. Þær eru með bestu leikmenn í heimi og við ætlum að vera með bestu liðsheild í heimi. Það er mjög mikil spenna fyrir leiknum."

„Við förum inn í alla leiki til að vinna. Við værum ekki í þessu ef við værum ekki að því."

„Við þurfum að loka á þeirra styrkleika því þeir eru margir. Okkur líður vel að verjast. Við þurfum að fara inn sem leiðinlegasta lið í heimi og það mun bögga þær. Við þurfum að leggja leikinn upp með því að vera eins leiðinlegar og við getum."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner