Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
banner
   sun 24. september 2023 16:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Karólína Lea: Þurfum að vera leiðinlegasta lið í heimi
Karólína einbeitt á æfingu í dag.
Karólína einbeitt á æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér líður voða vel hérna í þýska loftinu. Við erum 30 mínútum frá íbúðinni minni þannig að það er mjög fínt," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fyrir æfingu í Düsseldorf þennan sunnudaginn.

Stelpurnar í landsliðinu eru mættar til Þýskalands eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Wales í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni.

„Maður er alltaf sáttur við að taka þrjú stig. Það er alltaf eitthvað neikvætt sem maður getur tekið úr en það var líka margt jákvætt. Það var margt sem fór vel en líka margt sem má bæta."

„Við verðum að skilja þann leik eftir. Núna er einbeitingin á allt öðruvísi leik."

Framundan er leikur gegn ógnarsterku liði Þýskalands á þriðjudaginn. Þær hafa verið í smá niðursveiflu, áttu erfitt HM og töpuðu gegn Danmörku í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Karólína spilar með Bayer Leverkusen í Þýskalandi og veit hversu mikið býr í næsta andstæðingi Íslands.

„Þetta er gríðarlega sterkt lið. Það eru samt veikleikar eins og í öllum liðum. Við erum bara að fara í stríð. Við erum mjög ólíkt lið. Þær eru með bestu leikmenn í heimi og við ætlum að vera með bestu liðsheild í heimi. Það er mjög mikil spenna fyrir leiknum."

„Við förum inn í alla leiki til að vinna. Við værum ekki í þessu ef við værum ekki að því."

„Við þurfum að loka á þeirra styrkleika því þeir eru margir. Okkur líður vel að verjast. Við þurfum að fara inn sem leiðinlegasta lið í heimi og það mun bögga þær. Við þurfum að leggja leikinn upp með því að vera eins leiðinlegar og við getum."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner