Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   sun 24. október 2021 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool niðurlægði erkifjendur sína
Manchester Utd 0 - 5 Liverpool
0-1 Naby Keita ('5 )
0-2 Diogo Jota ('13 )
0-3 Mohamed Salah ('38 )
0-4 Mohamed Salah ('45 )
0-5 Mohamed Salah ('50 )

Liverpool niðurlægði erkifjendur sína í Manchester United þegar liðin áttust við á Old Trafford í dag.

Eins og gegn Atalanta í síðustu viku, þá byrjaði Man Utd þennan leik á því að lenda snemma undir. Liverpool sundurspilaði vörnina hjá United og Naby Keita skoraði eftir sendingu frá Mohamed Salah. Bruno Fernandes fékk stuttu áður dauðafæri til að koma Man Utd yfir en skot hans fór fram hjá.

Diogo Jota var svo á ferðinni á 13. mínútu eftir fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold.

Svo var komið að hinum magnaða Salah að skora. Egyptinn, sem er af mörgum talinn bestur í heimi í augnablikinu, skoraði tvö mörk áður en flautað var til hálfleiks.

Man Utd var að reyna að pressa en það er eitthvað sem virðist ekki virka vel fyrir liðið. Það er líka erfitt þegar Cristiano Ronaldo er fremstur og skilar ekki miklu vinnuframlagi.

United setti Paul Pogba inn á í hálfleik, en það breytti ekki miklu. Salah fullkomnaði þrennu sína eftir innan við mínútur í seinni hálfleik. Trekk í trekk var Liverpool að galopna vörnina hjá heimamönnum.

Pogba var svo rekinn af velli fyrir skelfilega tæklingu eftir rétt tæplega klukkutíma leik.

Liverpool hélt boltanum nánast alfarið síðasta hálftímann en náði ekki að skapa sér mikið. Edinson Cavani var nálægt því að minnka muninn en tilraun hans endaði í slánni.

Lokatölur 0-5 fyrir Liverpool sem er í öðru sæti deildarinnar með einu stigi minna en topplið Chelsea. Man Utd er núna sjö stigum á eftir Liverpool. Það eru níu umferðir búnar.

Það er spurning hvort Ole Gunnar Solskjær fái sparkið í kvöld eða á morgun. Eða hvort stjórnin hjá félaginu styðji áfram við bakið á honum eftir þetta skelfilega tap.
Athugasemdir
banner
banner