banner
   sun 24. nóvember 2019 15:23
Brynjar Ingi Erluson
Rússland: Góður sigur Krasnodar - Síðasta tap kom í september
Jón Guðni var í hjarta varnarinnar í dag
Jón Guðni var í hjarta varnarinnar í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal T 1 - 2 FK Krasnodar
0-1 Tonny Vilhena ('7 )
0-2 Sergei Petrov ('25 )
1-2 Yevgeniy Lutsenko ('43 )
1-2 Ivan Ignatyev ('63 , Misnotað víti)

Krasnodar vann Arsenal Tula 2-1 í rússnesku úrvalsdeildinni í dag en liðið hefur ekki tapað leik í tvo mánuði.

Tonny Vilhena kom Krasnodar yfir á 7. mínútu áður en Sergei Petrov bætti við öðru á 25. mínútu.

Yevgeniy Lutsenko minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks og þá gat Krasnodar bætt við þriðja markinu er liðið fékk vítaspyrnu þegar um það bil hálftími var eftir en Ivan Ignatyev klikkaði á punktinum.

Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn fyrir Krasnodar í hjarta varnarinnar. Þetta var áttundi leikur hans í deildinni á tímabilinu.

Krasnodar er í 3. sæti með 33 stig, sex stigum á eftir toppliði Zenit.
Athugasemdir
banner
banner