Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 24. nóvember 2022 17:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum aðstoðarmaður Gerrard efstur á óskalista Rangers
Michael Beale.
Michael Beale.
Mynd: Getty Images
Rangers er að leita að nýjum stjóra og efstur á óskalistanum er Michael Beale.

Mirror og aðrir fjölmiðlar á Bretlandseyjum eru með heimildir fyrir þessu.

Giovanni van Bronckhorst var á dögunum rekinn eftir eitt ár sem stjóri hjá félaginu. Rangers er níu stigum á eftir toppliði Celtic í titilbaráttunni í Skotlandi.

Hinn 42 ára gamli Beale var aðstoðarstjóri Steven Gerrard hjá Rangers í þrjú ár. Hann hjálpaði liðinu að verða skoskur meistari.

Beale tók við QPR í ensku Championship-deildinni fyrir þessa leiktíð og hefur náð eftirtektarverðum árangri. Aston Villa og Úlfarnir höfðu áhuga á því að ráða hann en hann neitaði þeirra boðum af tryggð við verefnið hjá QPR.

Hvað gerir hann núna þegar Rangers hringir?
Athugasemdir
banner
banner