Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. janúar 2020 13:31
Ívan Guðjón Baldursson
Krónprins Sádí-Arabíu í viðræðum um kaup á Newcastle
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að fullveldissjóður Sádí-Arabíu er í viðræðum um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United.

Þá eru aðrir hópar áhugasamir um að fjárfesta í Newcastle en félagið neitar að tjá sig um málið að svo stöddu.

Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, leiðir sjóðinn og heldur Wall Street Journal því fram að hann muni fá bresku viðskiptakonuna Amanda Staveley til liðs við sig. Staveley er þekkt fyrir að starfa með fjárfestum frá Mið-Austurlöndunum á Englandi og reyndi hún að kaupa Newcastle fyrir tveimur árum án árangurs.

Talið er að Mike Ashley, eigandi Newcastle, vilji 340 milljónir punda fyrir félagið.

Newcastle er um miðja úrvalsdeild sem stendur, aðeins fjórum stigum frá Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner