þri 25. janúar 2022 10:34
Elvar Geir Magnússon
Ráða fyrrum hermenn til að gæta fjölskyldu sinnar
Ráðist var á Cancelo í desember.
Ráðist var á Cancelo í desember.
Mynd: Instagram
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa ráðið fyrrum hermenn til að vernda fjölskyldur sínar á meðan þeir eru fjarverandi vegna boltans.

Victor Lindelöf, varnarmaður Manchester United, lenti í því á dögunum að brotist var inn á heimili hans á meðan kon hans og tvö ung börn voru heima. Þau földu sig inni í herbergi.


Í desember réðust innbrotsþjófar á Joao Cancelo, bakvörð Manchester City, og hlupu á brott með skartgripi.

Samkvæmt Daily Mail eru innbrot orðin það algeng að enskir úrvalsdeildarleikmenn hafi aukið persónulega gæslu. Leitað hefur verið til öryggisfyrirtækja þar sem margir fyrrum hermenn starfa til að vernda heimili leikmanna. Einhverjir leikmenn hafa keypt sérþjálfaða varðhunda.
Athugasemdir
banner
banner