Fulham er búið að leggja fram nýtt tilboð í Ricardo Pepi, meiddan framherja PSV Eindhoven sem verður frá keppni næstu tvo mánuðina.
PSV hafnaði heildartilboði sem hljóðaði upp á 30 milljónir evra en Fulham er búið að leggja fram annað tilboð. Í þetta sinn er Fulham búið að bjóða 32 milljónir auk árangurstengdra aukagreiðslna og eru félögin í viðræðum.
Pepi er 22 ára framherji með 11 mörk í 22 leikjum með PSV á tímabilinu en hann er einnig lykilmaður í sterku landsliði Bandaríkjanna.
Pepi, sem er meiddur á handlegg, er með langan samning við PSV sem ætlar ekki að selja hann með neinum afslætti.
24.01.2026 18:21
Höfnuðu 30 milljónum frá Fulham
Athugasemdir




