Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   sun 25. febrúar 2024 13:27
Aksentije Milisic
Ítalía: Vlahovic með tvennu þegar Juve marði fallbaráttuliðið
Mynd: EPA

Juventus 3 - 2 Frosinone
1-0 Dusan Vlahovic ('3 )
1-1 Walid Cheddira ('14 )
1-2 Marco Brescianini ('27 )
2-2 Dusan Vlahovic ('32 )
3-2 Daniele Rugani ('90)

Það var líf og fjör í Tórínó borg í dag þegar Juventus og Frosinone mættust í hádegisleiknum í Serie A deildinni.


Fyrri hálfleikurinn var frábær en gestirnir í Frosinone hafa verið að spila illa að undanförnu. Það var hins vegar allt annar bragur á spilamennsku liðsins í dag.

Juventus komst yfir strax á þriðju mínútu með marki frá hinum sjóðheita Dusan Vlahovic. Hann tók færið sitt vel eftir sendingu frá Weston McKennie.

Gestirnir voru ekki lengi að svara og síðan að komast í forystu. Walid Cheddira jafnaði á 14. mínútu leiksins og það var svo Marco Brescianini sem kom Frosinone í forystu með smekklegu marki. Hann kom þá Wojciech Szczesny á óvart og skaut í skrefinu upp í þaknetið.

Fjörið í fyrri hálfleiknum var ekki búið og jöfnuðu heimamenn með sömu uppskrift og í byrjun leiks. McKennie fann Vlahovic inn í teignum og gerði Serbinn frábærlega með að leggja boltann óverjandi í fjærhornið. Hans fimmtánda deildarmark á þessari leiktíð.

Bæði lið reyndu að finna sigurmarkið í síðari hálfleiknum og átti Juventus betri færi. Vlahovic komst nokkrum sinnum nálægt því að skora þrennuna og þá fékk Federico Gatti gott færi sem hann náði ekki að nýta.

Juventus fann markið hins vegar á lokasekúndum uppbótartímanns. Varnarmaðurinn Daniele Rugani skoraði þá í kjölfar hornspyrnu eftir stoðsendingu frá Vlahovic. Heimamenn fögnuðu gífurlega mikið eins og gefur að skilja.

Juventus er nú sex stigum á eftir toppliði Inter Milan sem á tvo leiki til góða. Frosinone er þremur stigum frá fallsæti.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 20 12 7 1 33 16 +17 43
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 20 9 7 4 28 16 +12 34
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 20 8 6 6 29 22 +7 30
9 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 20 5 7 8 14 22 -8 22
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
17 Lecce 20 4 5 11 13 28 -15 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 20 2 7 11 17 34 -17 13
Athugasemdir
banner
banner