Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: Leikmenn þurfa að finna fyrir sársaukanum
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Við sköpuðum fjögur, fimm eða sex risa færi, en skoruðum ekki,“ sagði Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, eftir að liðið tapaði úrslitum deildabikarsins gegn Liverpool á Wembley í kvöld.

Hann hefur ekki rangt fyrir sér. Chelsea fékk fullt af góðum færum til að skora, en nýtti ekki.

Helst er hægt að nefna færi Cole Palmer í fyrri hálfleiknum er Caoimhin Kelleher varði frá honum og þá tvö fær sem þeir Conor Gallagher og Christopher Nkunku fengu seinna í leiknum.

„Það skiptir rosalega miklu að komast yfir í leik eins og þessum, það gefur manni stórt forskot. Við skoruðum ekki og það er ákveðið vandamál. Við fengum mark á okkur á síðustu mínútu og er afar erfitt að bregðast við því.“

„Leikmennirnir eru fagmenn og þurfa að finna fyrir sársaukanum. Við spiluðum um bikar sem við fengum ekki. Þeir þurfa að finna fyrir sársauka eins og við.“

„Þeir eru vonsviknir því við vorum svo nálægt því að vinna leikinn eftir 90 mínútur, en við þurfum að taka það jákvæða úr þessu, halda áfram og nota þennan leik til að læra og betrumbæta okkar leik.“

„Það er bara erfitt að vinna úrslitaleiki ef þú skorar ekki úr færunum sem við fengum. Það er ástæðan fyrir því að við töpuðum. Við þurfum að vera klíniskir fyrir framan markið, en við óskum bara Liverpool til hamingju og horfum fram á veginn,“
sagði Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner
banner