PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   sun 25. febrúar 2024 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino um ummæli Neville: Ekki sanngjarnt að tala á þennan hátt
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Argentínska stjóranum Mauricio Pochettino var ekki skemmt að heyra ummæli Gary Neville um Chelsea-liðið eftir úrslitaleikinn á Wembley í kvöld.

Neville, sem vinnur sem sparkspekingur á Sky Sports kallaði Chelsea „Bláu milljarða punda klúðrarana gegn krökkunum hans Klopp“.

Þar vísaði Neville í upphæðina sem Chelsea hefur eytt í leikmannakaup síðustu tvö árin. Liðið er með dýrasta hóp deildarinnar, en gat ekki sigrað meiðslahrjáð lið Liverpool í dag.

„Ég heyrði ekki það sem hann sagði en ef þú berð saman aldur beggja hópa þá er hann mjög svipaður. Ég á í góðu sambandi við Gary og get virt hans skoðun,“ sagði Pochettino.

„Við gerðum nokkrar breytingar eins og með Gallagher og Chilwell í framlengingu, en það er rétt við vorum ekki með sömu orku og í lok síðari hálfleiks. Ég er stoltur og þeir lögðu sig fram. Við erum með ungt lið en ekkert til að bera saman við Liverpool því kláruðu leikinn með unga leikmenn á vellinum.“

„Það er ekki sanngjarnt að tala á þennan hátt, það er að segja ef hann sagði þetta. Við munum halda áfram að vera sterkir og hafa trú á verkefninu,“
sagði hann í lokin.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Liverpool þar sem Virgil van Dijk gerði sigurmarkið undir lok framlengingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner