Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. mars 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ferdinand: Robben líkaði ekki lyktin á æfingasvæðinu
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand sér eftir því að Arjen Robben hafi ekki gengið í raðir Manchester United þegar félagið reyndi að krækja í hann fyrir sextán árum.

Robben fór að lokum til Chelsea enda hafnaði PSV tilboði Manchester United sem þótti alltof lágt fyrir ungstirnið.

Ferdinand telur þó að Robben hafi fengið val og hafi kosið Chelsea framyfir Rauðu djöflana.

Hann var spurður út í hvorn hann myndi frekar vilja á vinstri kantinn - Ryan Giggs eða Arjen Robben.

„Ég verð að velja Giggs en Robben var viðbjóðslegur. Ó, Robben. Þú vissir að hann myndi enda á vinstri fætinum en samt réðu bakverðirnir ekki við hann. Hann sagði 'Ég ætla að fara á vinstri fótinn og þú munt ekki stöðva mig'. Það stöðvaði hann enginn," sagði Ferdinand.

„Við hefðum átt að fá hann til United. Ég held hann hafi komið á æfingasvæðið en honum líkaði ekki lyktin og fór þess vegna til Chelsea. Ég trúði því ekki, hann hefði verið frábær hjá okkur.

„Giggsy var einfaldlega ótrúlegur knattspyrnumaður. Frábær á vinstri kantinum og svo á miðjunni undir lok ferilsins. Stórkostlegur knattspyrnumaður."

Athugasemdir
banner
banner