Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 25. maí 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland í dag - Sjötta umferðin í Maxinu hefst
Guðmundur Andri Tryggvason í leik með KR árið 2017. Í dag leikur hann gegn KR með liði Víkings.
Guðmundur Andri Tryggvason í leik með KR árið 2017. Í dag leikur hann gegn KR með liði Víkings.
Mynd: Raggi Óla
KA tapaði gegn Blikum í síðasta heimaleik. Nær KA að vinna ÍBV á heimavelli í dag?
KA tapaði gegn Blikum í síðasta heimaleik. Nær KA að vinna ÍBV á heimavelli í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nóg er um að vera í íslenska boltanum í dag. Stöðuna í deildunum sem leikið er í í dag má sjá ásamt leikjum dagsins, neðst í fréttinni.

Sjötta umferðin í Pepsi Max-deild karla hefst með þremur leikjum. HK tekur á móti Grindavík í Kórnum. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð2Sport. Grindavík hefur safnað inn átta stigum á meðan HK er með fjögur stig.

ÍBV kemur í heimsókn á Greifavöllinn á Akureyri og mætir þar KA. ÍBV hefur náð í tvö jafntefli á heimavelli sínum en hefur enn ekki tekist að ná í stig á útivelli á tímabilinu. KA vann góðan útisigur á Stjörnunni í síðustu umferð.

Á Eimskipsvellinum í Laugardal mætast Víkingur og KR í Reykjavíkurslag. Víkingur hefur heillað marga með spilamennsku sinni en á enn eftir að vinna fyrsta sigurinn í deildinni.

Í Inkasso deildinni fær botnlið Magna lið Fram í heimsókn á Grenivík. Þetta er fyrsti leikurinn sem spilaður er á Grenivík þetta tímabilið. Magni er eins og fyrr segir á botninum, með núll stig á meðan Fram hefur fjögur stig.

Í 2. deildinni er svo leikið á Ísafirði, í Akreneshöllinni og á Húsavík. Selfoss leiðir deildina en Vestri og Völsungur geta jafnað Selfyssinga að stigum með sigrum í dag.

Í 3. deild getur KF skotist á toppinn með sigri á Skallagrím í dag. Þá mætast Sindri og Augnablik á Höfn í Hornafirði.

Í 2. deild kvenna mætast Hamrarnir og Grótta inn í Boganum á Akureyri. Bæði lið hafa þrjú stig. Hamrarnir hafa þó leikið tvo leiki á meðan Grótta hefur einungis leikið einn leik í sumar.

Í 4. deild karla er leikið í bæði A og B-riðli. Leikið er í Fagralundi, á KR-vellinum og Leiknisvellinum.

laugardagur 25. maí

Pepsi Max-deild karla
16:00 HK-Grindavík (Kórinn)(Stöð2Sport)
16:30 KA-ÍBV (Greifavöllurinn)
18:00 Víkingur R.-KR (Eimskipsvöllurinn)

Inkasso deildin - 1. deild karla
16:00 Magni-Fram (Grenivíkurvöllur)

2. deild karla
14:00 Vestri-Þróttur V. (Olísvöllurinn)
14:00 Kári-Fjarðabyggð (Akraneshöllin)
14:30 Völsungur-ÍR (Húsavíkurvöllur)

3. deild karla
16:00 Sindri-Augnablik (Sindravellir)
16:00 Skallagrímur-KF (Skallagrímsvöllur)

2. deild kvenna
13:00 Hamrarnir-Grótta (Boginn)

4. deild karla - A-riðill - 4. deild karla
17:00 Vatnaliljur-Samherjar (Fagrilundur - gervigras)

4. deild karla - B-riðill - 4. deild karla
14:00 KM-KB (KR-völlur)
16:00 Afríka-Kormákur/Hvöt (Leiknisvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner