Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 25. maí 2022 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Máttu ekki tefla fram lánsmönnum gegn Þór - „Kom ekki að sök fyrir Dalvík í dag"
Þorlákur Árnason, þjálfari Þórsara
Þorlákur Árnason, þjálfari Þórsara
Mynd: Palli Jóh / thorsport
Dalvík/Reynir spilaði án þriggja byrjunarliðsmanna í gær er liðið lagði Þór að velli, 2-1, í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en þeim var meinað að spila þar sem þeir eru á láni frá Þór.

Aron Máni Sverrisson, Bjarmi Fannar Óskarsson og Vilhelm Ottó Biering Ottósson eru allir á láni hjá Dalvík/Reyni frá Þór og spila með liðinu út þetta tímabil en þeir voru hvergi sjáanlegir er liðin mættust í gær.

Þór meinaði leikmönnunum að spila en þrátt fyrir það höfðu heimamenn 2-0 sigur.

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórsara, ræddi við Fótbolta.net um þessa ákvörðun í gær.

„Við erum með í Þór/KA í kvennaboltanum leikmenn frá Val sem spilaði ekki á móti Val. Þetta er bara 'auto' og við þjálfararnir hvorki í Dalvík né Þór ræddum okkar á milli. Auðvitað eru þetta leikmenn Þórs og við þjálfararnir ræðum leikmennina en þetta er eitthvað sem stjórn Þórs og Dalvíkur sér um en það kom alla vega ekki að sök fyrir Dalvík í dag," sagði Láki.

Jóhann Hilmar Hreiðarsson, þjálfari D/R, sagði að þetta hafi verið ákvörðun stjórnarmanna en hann vildi lítið tjá sig um ákvörðunina en að hann væri fyrst og fremst ánægður að hafa þá í liðinu í sumar.

„Það er eitthvað sem stjórnin okkar og stjórnin þeirra ræddu og niðurstaðan var sú að þeir spiluðu ekki leikinn. Það er bara þeirra á milli og er ánægður að hafa þá í okkar liði og vonandi verða þeir áfram hjá okkur," sagði hann í gær.
Jóhann Hilmar: Tilfinningin er góð, ekki hægt að neita því
Láki: Gátu ekki verið mikið ódýrari mörk
Athugasemdir
banner
banner