Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   lau 25. maí 2024 17:56
Brynjar Óli Ágústsson
Arnar Daníel: Það toppar þetta ekkert
Lengjudeildin
<b>Arnar Daníel Aðalsteinsson, leikmaður Gróttu.</b>
Arnar Daníel Aðalsteinsson, leikmaður Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ljúft að fá þrjá punkta og skemmir ekki fyrir að hafa sett tvö mörk,'' ekki segir Arnar Daníel Aðalsteinsson, leikmaður Gróttu, eftir markamiklan 4-3 sigur gegn Leiknir í fjórðu umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  3 Leiknir R.

„Þetta voru samt eiginlega þrjú með sjálfsmarkinu þarna í fyrsta marki hjá Leiknir, en ég tek inn með tveimur bara með glöðu geði,''

„Það toppar þetta ekkert. Þetta er einstakt lið hérna á nesinuog það er bara forréttindi að fá að vera með strákunum í liði. Maður getur ekki sagt eitthvað mikið eftir svona frammistöðu, það er erfitt að koma hingað og sækja eitthvað þegar við erum í svona gír eins og við vorum í dag.''

Þetta var kaflaskiptur leikur í dag.

„Við vorum sjálfir okkar verstir í fyrra hálfleik, við gátum bara eiginlega ekki neitt. En svo erum við búnir að æfa þetta vel drilla þessi föstu leikatriði,''

Grótta hafa ekki tapað leik í deildinni eftir fjóra leiki.

„Við erum taplausir og við þurfum bara að halda áfram að byrja á að verja stígið okkar áður en við förum að sækja þrjú,'' segir Arnar Daníel í lokinn

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner