banner
   mán 25. júlí 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þá vita þeir meira en ég" - Styttist í endurkomu Joey Gibbs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við Fótbolta.net eftir tap síns liðs gegn KA í gær. Hann var í viðtalinu spurður út í leikmannamálin.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 KA

„Við eigum ekki von á styrkingum. Við höfum í raun bara misst úr hópnum okkar bæði Ivan farinn og Joey farinn tímabundið. Ari Steinn fór á lán til Víðis frá okkur til að spila meira þannig að við erum í raun bara að missa úr hópnum okkar eins og staðan er í dag. Ég á ekki von á því að við fáum að styrkja," sagði Siggi Raggi.

Joey Gibbs er í tímabundnu leyfi frá Keflavík, hefur verið í Ástralíu í rúmar þrjár vikur en von er á honum fljótlega til baka aftur. Hann og unnusta hans voru að eignast sitt fyrsta barn. Einhverjir kenningasmiðir hafa haldið því fram að Gibbs kæmi mögulega ekki til baka frá Ástralíu.

„Þá vita þeir meira en ég. Síðast þegar ég vissi þá er læknisskoðun hjá honum 27. (miðvikudag) og eftir það, ef allt gengur vel með barnið þá er hann að koma hingað," sagði Siggi.

Gibbs er þrítugur sóknarmaður sem gekk í raðir Keflavíkur fyrir tímabilið 2020. Hann hefur skorað 32 mörk í 50 deildarleikjum með liðinu. Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.

Næsti leikur Keflavíkur er gegn ÍBV næsta laugardag.
Siggi Raggi: Settum rosalega orku í þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner