Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 25. júlí 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti einu heitasta liði deildarinnar um þessar mundir, Þrótti Reykjavík á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 14.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Njarðvíkingar sem komust aftur á sigurbraut í síðustu umferð vonuðust til þess að halda sér á sigurbraut í kvöld en urðu að láta jafnteflið nægja.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Þróttur R.

„Þetta er eiginlega bara rán finnst mér. Mér finnst við stýra þessum leik gjörsamlega. Færin sem við fáum hérna og við vorum lengi að ná inn fyrsta markinu og vissum að það yrði þolinmæðisverk." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við vissum að Þróttararnir yrðu þéttir. Þeir eru með fimm aftast og fjóra þar fyrir framan þannig þeir leggja mikið upp úr varnarleik og svo koma þessu löngu boltar bara þegar þeir vinna boltana og viðssum það og vissum að þetta yrði þolinmæðisverk til þess að brjóta þá á bak aftur og ná þessu marki  og ég hefði viljað ná inn þessu öðru marki til þess að klára þennan leik og ekki lenda í því að það gerist eitthvað svona atriði eins og þeir fá vítið þarna og við endum á að fá bara eitt stig." 

Njarðvíkingar voru allt annað en sáttir undir restina og má vel færa rök fyrir þeirra pirringi en leikurinn leystist upp í smá vitleysu undir restina. 

„Þetta leysist upp í einhverja vitleysu. Því miður þá höfðu bara dómararnir ekki völd á þessum leik og það sást alveg í lokin. Ég held að það voru allir og mamma þeirra farnir að öskra hérna og ósáttir með dómgæsluna og þegar þetta er þannig þá er eitthvað að." 

Gunnar Heiðar fékk sjálfur rautt spjald í uppbótartíma og verður því í leikbanni þegar Njarðvíkingar mæta ÍBV í þjóðhátíðarleiknum um næstu helgi. 

„Mér er alveg sama hvort þetta sé þjóðhátíðarleikur eða hvað. Ég get alveg sagt þér það að núna er ég 42 ára og búin að vera í þessari íþrótt alla mína ævi og þetta er fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir neðan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner