Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   fim 25. júlí 2024 22:23
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Margt gott og ég held að við séum allir svolítið svekktir að vera ekki að fara með forystuna sem við unnum fyrir, sem að hefði átt að vera allavega tvö mörk og þá er bara eitt að gera. Það er bara að stíga upp og gera meira úti og taka það sem er okkar“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 sigur gegn Eistneska liðinu Paide í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Paide

Í stöðunni 2-1 var mark dæmt af Stjörnunni en enginn virtist vita hvað var verið að dæma á nema dómarinn sjálfur, um þetta atvik sagði Jökull:

„Mér fannst þetta bara glórulaust. Mér finnst þetta vera mark og þetta á að standa og ég get ekki með nokkru móti skilið að þetta fái ekki að standa. Stundum er þetta bara svona og það þýðir ekkert að væla yfir því, við förum bara og gerum þeim mun betur úti. Við erum klárir í það, tökum leik um helgina og svo förum við ofpeppaðir út og tökum það sem við teljum vera okkar.“

Markmennirnir tveir hjá Stjörnunni, Árni Snær Ólafsson og Mathias Rosenörn, hafa verið að skipta á milli sín leikjum upp á síðkastið. Rosenörn hefur spilað alla Evrópuleikina til þessa á meðan Árni Snær spilar flesta leiki í Bestu deildinni. Aðspurður hver ástæðan á bak við þetta sé segir Jökull:

„Þetta eru tveir frábærir markmenn sem hafa spilað mjög vel. Árni hefur spilað mjög vel í sumar og hann hefur svolítið liðið fyrir lélegan varnarleik hjá liðinu í nokkrum leikjum og þá lítur tölfræðin hans illa út en hann er ekki tekinn út vegna hennar. Mathias er búinn að spila vel og átti að mörgu leiti skilið að fá fleiri leiki. Þá erum við með tvö markmenn sem eiga skilið að fá fullt af leikjum og reynum að gera það eins vel og við getum.“

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner