Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 25. ágúst 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Shaun Wright-Phillips leggur skóna á hilluna
Shaun með enska landsliðinu í undankeppni EM 2012.
Shaun með enska landsliðinu í undankeppni EM 2012.
Mynd: Getty Images
Shaun Wright-Phillips er búinn að leggja skóna á hilluna eftir 18 ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu.

Hann gerði garðinn frægan með Manchester City, Chelsea og enska landsliðinu en er orðinn 37 ára gamall og ekki búinn að spila í tvö ár.

Wright-Phillips skoraði 6 mörk í 36 landsleikjum og var valinn efnilegasti leikmaður ársins fjögur ár í röð hjá Man City.

Hann var fenginn yfir til Chelsea og var valinn í úrvalsdeildarlið tímabilsins á sínu fyrsta ári hjá félaginu, tímabilið 2004-05.

Bróðir Shaun heitir Bradley Wright-Phillips og er markahæsti leikmaður í sögu New York Red Bulls. Ian Wright er stjúpfaðir þeirra.

Sonur Shaun, D'Margio Wright-Phillips, er 17 ára og leikur fyrir unglingalið Man City.
Athugasemdir
banner