Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. ágúst 2019 12:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvenna Abraham söguleg - Fyrsta enska tvennan síðan 2013
Mynd: Getty Images
Tammy Abraham var hetja Chelsea í gær, þegar liðið lagði Norwich, 2-3 á Carrow Road í ensku úrvalsdeildinni. Abraham gerði fyrsta mark Chelsea og sigurmark leiksins.

Abraham byrjaði gegn Manchester United og kom aftur inn í liðið gegn Norwich. Abraham varð fyrsti enski leikmaður Chelsea til þess að skora tvennu síðan að Frank Lampard, nú stjóri Chelsea, gerði það árið 2013.

Abraham hafði ekki farið nægilega vel af stað á leiktíðinni að eigin mati en segir mótlæti efla sig.

„Ég byrjaði ekki nægilega vel en mótmælið eflir mig. Núna skora ég tvö mörk og vonandi held ég áfram að skora. Þú verður að njóta þegar vel gengur því að ferillinn er ekki langur."

Sjá einnig: Crouch og Joe Cole ánægðir með Abraham
Sjá einnig: Abraham maður leiksins


Athugasemdir
banner
banner
banner