Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   sun 25. ágúst 2024 16:45
Sævar Þór Sveinsson
Berglind Rós: Við ætlum að vinna þennan Íslandsmeistaratitil
Kvenaboltinn
Berglind Rós Ágústsdóttir.
Berglind Rós Ágústsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur sigraði FH 4-2 á Kaplakrikavelli í dag þegar liðin mættust í síðustu umferð Bestu deildar kvenna áður en deildinni er svo skipt í tvo hluta. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði sjálf tvö mörk í leiknum.


Lestu um leikinn: FH 2 -  4 Valur

Mjög gott. Alltaf gott að vinna og mér fannst við eiga þetta skilið þannig þetta er bara mjög gott.

Við byrjuðum leikinn ekki vel. Það tók okkur smá tíma að komast inn í leikinn. Þegar þær skora þá vissum við að við þyrftum að gefa í og við gerðum það og jöfnuðum. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur hjá okkur. En við ákváðum bara að ýta á on takkann í seinni hálfleik og það gekk.

Berglind skoraði tvö mörk í leiknum, sem gerist ekki á hverjum degi hjá henni.

Já, það gerist ekki oft að maður skorar tvö þannig þetta er extra einstakt þegar þetta gerist af því maður er djúpur miðjumaður og þá er maður ekkert mikið að fara fram. En þegar það gerist þá er það mjög gott þannig þetta er bara geggjað.

En eigum við þá von á fleiri mörkum á næstunni frá Berglindi?

Auðvitað maður er alltaf gráðug í að skora en það bara kemur í ljós. Það fer bara eftir því hvernig leikurinn spilast en auðvitað vil ég hjálpa liðinu að vinna og ef það er að skora þá ætla ég að gera það.“

Núna verður deildinni skipt í tvo hluta og endaspretturinn er framundan.

Við erum efstar eins og staðan er núna og við ætlum að halda því áfram. Það eru fimm leikir eftir og við tökum bara einn leik í einu og við ætlum að vinna þennan Íslandsmeistaratitil.


Athugasemdir
banner