Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   sun 25. ágúst 2024 19:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Smári: Fannst við tapa þessum leik á eins jákvæðan hátt og hægt er
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri heimsóttu Valsmenn í dag á N1 völlinn þegar 20.umferð Bestu deild karla hóf göngu sína. 

Vestri eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild og byrjaði þetta ekki gæfulega fyrir gestina sem spiluðu leikinn einum færri nánast allan leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Mitt lið barðist allt til enda og voru að reyna ná stigi úr þessu alveg fram á 90. mínútu og manni færri með uppbót í 90 mínútur og það er bara erfitt." Sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir tapið í dag.

Vestri urðu einum manni færri strax á 5. mínútu leiksins þegar Gustav Kjeldsen fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Albin Skoglund sem var að sleppa einn í gegn. 

„Auðvitað er það gríðarlegt högg en mér fannst ekki sjá á Vestraliðinu. Vestraliðið virtist aldrei gefast upp í þessum leik og það er það sem skiptir máli í þessum leik. Það skiptir máli hvernig þú tapar og mér fannst við tapa þessum leik á eins jákvæðan hátt og hægt er." 

„Mér fannst þetta rauða spjald hrikalega ódýrt. Mér fannst varnarmaðurinn minn búin að taka sér stöðu og bara galin ákvöðrun en það er oft þannig að sumir aðilar vilja fá að vera í sviðsljósinu og því miður er það bara þannig og við verðum að fá að kyngja því." 

Nánar er rætt við Davíð Smára Lamude í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir