Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   sun 25. ágúst 2024 19:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Smári: Fannst við tapa þessum leik á eins jákvæðan hátt og hægt er
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri heimsóttu Valsmenn í dag á N1 völlinn þegar 20.umferð Bestu deild karla hóf göngu sína. 

Vestri eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild og byrjaði þetta ekki gæfulega fyrir gestina sem spiluðu leikinn einum færri nánast allan leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Mitt lið barðist allt til enda og voru að reyna ná stigi úr þessu alveg fram á 90. mínútu og manni færri með uppbót í 90 mínútur og það er bara erfitt." Sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir tapið í dag.

Vestri urðu einum manni færri strax á 5. mínútu leiksins þegar Gustav Kjeldsen fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Albin Skoglund sem var að sleppa einn í gegn. 

„Auðvitað er það gríðarlegt högg en mér fannst ekki sjá á Vestraliðinu. Vestraliðið virtist aldrei gefast upp í þessum leik og það er það sem skiptir máli í þessum leik. Það skiptir máli hvernig þú tapar og mér fannst við tapa þessum leik á eins jákvæðan hátt og hægt er." 

„Mér fannst þetta rauða spjald hrikalega ódýrt. Mér fannst varnarmaðurinn minn búin að taka sér stöðu og bara galin ákvöðrun en það er oft þannig að sumir aðilar vilja fá að vera í sviðsljósinu og því miður er það bara þannig og við verðum að fá að kyngja því." 

Nánar er rætt við Davíð Smára Lamude í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner