Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   sun 25. ágúst 2024 16:47
Sævar Þór Sveinsson
Guðni: Betra liðið vann í dag
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tapaði 4-2 gegn Val á Kaplakrikavelli í dag. Liðin mættust í síðustu umferð Bestu deild kvenna áður en deildinni er svo skipt í tvo hluta.


Lestu um leikinn: FH 2 -  4 Valur

Betra liðið vann í dag, það er bara svoleiðis. Þær eru með ofboðslega mikil einstaklingsgæði. Þær refsuðu okkur bara og unnu heilt yfir sanngjarnan sigur.

Já, það er alltaf hægt að týna eitthvað jákvætt í öllum leikjum. Þetta er úrslitamiðaður leikur og við töpum þannig það er svekkjandi.

FH hefur verið að spila 3-2-4-1 leikkerfi í sumar en í dag spiluðu þær 4-1-3-2 og var Guðni því spurður út í þessar taktísku breytingar.

Við vorum að mæta Val og vorum að sækja Önnu Nurmi sem er bakvörður að upplagi og vildum nýta það. Við spiluðum þetta kerfi í seinni hálfleik á móti Keflavík sem að reyndist mjög vel. Þannig við héldum uppteknum hætti áfram og það var ágætis jafnræði á löngum köflum í fyrri hálfleik og við náum inn góðu marki og það var gott.

Breukelen Woodard, leikmaður FH, lenti í slæmum meiðslum á hné undir lok fyrri hálfleiks.

Það að missa Breuk sló okkur bara út af laginu. Alvarleiki meiðslanna sömuleiðis. Þannig já þetta sló svolítið taktinn úr okkur.

Þetta lítur alls ekki vel út. Hún virðist hafa fest sig í grasinu og það kom einhver slingur hné. Hún fann fyrir því að eitthvað gaf sig. Þannig það veit ekki á gott.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir