Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 25. ágúst 2024 18:41
Halldór Gauti Tryggvason
Gunnar Magnús: Tilbúin í þessa baráttu sem þessir leikir verða
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis
Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Súrsætt. Við ætluðum okkur að ná í þrjú stig í dag. Þetta var leikur sem gat dottið hvoru megin sem var,“ sagði Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis eftir jafntefli við Þór/KA í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Þór/KA

 „Vorum að spila á móti mjög góðu liði og þær búnar að spila mjög vel, norðankonur. En á móti þá áttum við okkar móment og okkar tækifæri. Við skorum tvö mörk, höfum ekki verið að skora mikið undanfarið. Þrjú stig hefðum við sannarlega viljað en verðum að gera okkur eitt að góðu.“

„Þetta var bara hörkuleikur. Ég er ánægður með stelpurnar þær lögðu líf og sál í þetta. Maður sá lið á vellinum sem að var að leggja hjartað í þetta.“

Nú er hefðbundinni deildarkeppni lokip og verður deildinni núna skipt upp í efri og neðri hluta. Hvernig horfir tímabilið hingað til við Gunnari? „Við byrjuðum vel og síðan hefur verið erfitt með meiðsla dæmið og enn í dag með Viktoríu. Eins og þetta lítur út núna það lítur ekki vel út. Þannig að svona miðað við allt og allt þá held ég að við verðum svona af stórum hluta að vera bara sátt.”

Fylkir er í neðri hluta deildarinnar og er á leiðinni í hörku endasprett í fallbaráttunni. „Þetta leggst bara vel í okkur og eins og ég segi vinnuframlagið og dugnaðurinn í þessum leik og síðasta leik, við verðum bara að taka það með okkur.”

„Auðvitað verða þetta aðeins öðruvísi leikir. Þetta eru allt erfiðir leikir, erfiðir á annan hátt. Nú reynir líka bara á hausinn á fólki. Hafa sterkan og kaldan haus og tilbúin í þessa baráttu sem þessir leikir verða.”

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner