Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   sun 25. ágúst 2024 18:41
Halldór Gauti Tryggvason
Gunnar Magnús: Tilbúin í þessa baráttu sem þessir leikir verða
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis
Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Súrsætt. Við ætluðum okkur að ná í þrjú stig í dag. Þetta var leikur sem gat dottið hvoru megin sem var,“ sagði Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis eftir jafntefli við Þór/KA í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Þór/KA

 „Vorum að spila á móti mjög góðu liði og þær búnar að spila mjög vel, norðankonur. En á móti þá áttum við okkar móment og okkar tækifæri. Við skorum tvö mörk, höfum ekki verið að skora mikið undanfarið. Þrjú stig hefðum við sannarlega viljað en verðum að gera okkur eitt að góðu.“

„Þetta var bara hörkuleikur. Ég er ánægður með stelpurnar þær lögðu líf og sál í þetta. Maður sá lið á vellinum sem að var að leggja hjartað í þetta.“

Nú er hefðbundinni deildarkeppni lokip og verður deildinni núna skipt upp í efri og neðri hluta. Hvernig horfir tímabilið hingað til við Gunnari? „Við byrjuðum vel og síðan hefur verið erfitt með meiðsla dæmið og enn í dag með Viktoríu. Eins og þetta lítur út núna það lítur ekki vel út. Þannig að svona miðað við allt og allt þá held ég að við verðum svona af stórum hluta að vera bara sátt.”

Fylkir er í neðri hluta deildarinnar og er á leiðinni í hörku endasprett í fallbaráttunni. „Þetta leggst bara vel í okkur og eins og ég segi vinnuframlagið og dugnaðurinn í þessum leik og síðasta leik, við verðum bara að taka það með okkur.”

„Auðvitað verða þetta aðeins öðruvísi leikir. Þetta eru allt erfiðir leikir, erfiðir á annan hátt. Nú reynir líka bara á hausinn á fólki. Hafa sterkan og kaldan haus og tilbúin í þessa baráttu sem þessir leikir verða.”

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir