Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 25. ágúst 2024 19:43
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi Þór um meint ósætti: Held að Valur hafi nú svarað því bara ágætlega
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vesta á N1 vellinum í dag þegar 20.umferð bestu deildar karla hóf göngu sína. 

Valur hafði ekki unnið í tveim síðustu leikjum sínum í deildinni en gátu þó fagnað sigri hér í dag.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Tók okkur langan tíma að brjóta þá niður. Auðvitað heppnir að þeir verða manni færri snemma í leiknum. Verður kannski svolítið erfitt þegar þeir skora fyrsta markið og eru bara nokkuð þéttir tilbaka og ánægðir með að sitja með fimm í vörn og gerðu það bara mjög vel og gerðu okkur erfitt fyrir. Sanngjarnt svona heilt yfir." Sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals eftir leikinn í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið svolítið í umfjöllun síðustu vikur um meint ósætti hjá Val. 

„Ég held að Valur hafi nú svarað því bara ágætlega að það væri lítið til í því. Auðvitað er ég ósáttur að við erum ekki í efsta sætinu eða allavega nálægt Víkingunum sem eru efstir og Breiðablik auðvitað líka. Ég vona að allir leikmennirnir séu það. Ég held að metnaðurinn sé allavega þannig í klúbbnum og hann er þannig hjá mér að ég vill vinna deildina. Það er ekki að gerast akkúrat núna og það er bara staðan. Ekkert meira en það. "

Það styttist óðum í næsta landsleikjaglugga en Gylfi Þór vildi ekkert gefa upp um það hvort hann hafi fengið veður af því hvort hann yrði í þeim hóp eða ekki.

„Við verðum bara að bíða og sjá til vonandi."

Nánar er rætt við Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner