Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 25. ágúst 2024 18:37
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhann Kristinn: Njóta þess að spila á móti sterkustu liðunum á landinu
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara hörkuleikur. Mikið undir greinilega. Þvílík barátta og bara hrós á Fylki og óska þeim til hamingju með stig sem vonandi nýtist þeim í þeirra barráttu sem þau eru í. Fylkir átti þetta stig alveg skilið,“ sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, eftir jafntefli við Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Þór/KA

Þór/KA kemst yfir snemma leiks en er undir í hálfleik. „Þetta er klaufaskapur bara í okkur, við höfum aðeins verið að glíma við þetta núna. Við vitum alveg að því, erum að reyna að laga það. Það er svolítið erfitt að snúa svona við. Við áttum náttúrulega bara að ganga á lagið og halda áfram og skora bara fleiri mörk.”

„En ég meina Fylkir, tek ekkert af þeim, gera þetta bara vel koma sér inn í leikinn aftur með marki og svo bara öðru og leiða.“

„Við vorum svona pínu sjálfum okkur verstar ég viðurkenni það alveg. Mér fannst nú 2-1 svona, segjum kannski ekki alveg sanngjarnt í hálfleik.“

 Sandra María Jessen skoraði tvö mörk í dag og er komin í 20 mörk skoruð í sumar. „Tuttugu marka manneskja er náttúrulega dálítið svakalegt en ég er alveg viss um það líka, svona svo ég segi það fyrir hina leikmennina okkar, að ég er ekki viss um að hún myndi skora tuttugu mörk í hvaða liði sem er.“

„Við höfum verið að spila inn á milli og stóra kafla í leikjum nokkuð vel en við höfum verið klaufar og verið sjálfum okkur verst í að kasta frá okkur stigum sérstaklega upp á síðkastið og eins og árið í ár er þá er mjög erfitt að ná Val og Breiðablik og ef að við erum þá næst bestar á eftir þá er það frábært.“

Viðtalið við Jóhann Kristinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner