Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   sun 25. ágúst 2024 20:19
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Menn virðast ekki vita það, hvorki ég né dómararnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var svekktur með úrslti kvöldsins eftir að liðið hans tapaði fyrir KA 2-1 á Lambhagavelli.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KA

„Maður er bara sár og svekkur, því maður vill auðvitað fá víti en svo er bara það mat dómara hvort þetta sé hendi eða ekki hendi. Menn virðast ekki vita það, hvorki ég né dómararnir, margir fótbolta áhugamenn ekki alveg með á hreinu hvenær á að dæma hendi. Oft er þetta mats atriði og hann metur þetta bara þannig. Svo fer bara boltinn upp hinumegin, fyrirgjöf og skallamark. Við verjumst því illa, við hefðum getað gert það betur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við getum ekki kennt dómaranum um okkar ófarir, hann dæmdi svo sem ágætlega og þetta var flottur leikur. Mér fannst við vera mjög flottir í fyrri hálfleik og stýra leiknum og ógna KA mönnum mjög mikið. Svo var þetta töluvert jafnara í síðari hálfleik og mjög skemmtilegur leikur. Maður er fúll að tapa því ég held að jafntefli hefði líkast til verið sanngjörn úrslit. Ofboðslega fúlt að tapa þessu svona þegar maður vill fá vítaspyrnu öðru megin, fær hana ekki og þeir fara upp og skora. Þá verður maður náttúrulega alveg brjálaður, hvort maður hafi rétt fyrir sér eða ekki, það veit ég ekki."

KA fer upp fyrir Fram í deildinni með þessum úrslitum sem þýðir að Fram er ekki lengur í efri helmingnum. Það eru tveir leikir eftir fyrir skiptingu og þá þarf Fram að vinna sína leiki, og treysta á önnur lið ef þeir ætla að komast upp fyrir strik fyrir skiptingu.

„Ég veit að við erum ekki í topp 6 ennþá, það eru tveir leikir eftir. Ég sagði það fyrir mótið að við vildum vera í þeirri stöðu að þegar kæmist að síðustu umferðunum vildum við vera í möguleika á að vera í topp 6. Við erum ennþá í þeim möguleika, það á mikið eftir að gerast. Við þurfum bara að halda áfram, sjá hvað gerist í næsta leik og bara að fara að vinna. HK þarf líka að vinna og við erum að spila við þá. Deildin er bara þannig að það er hörkuspenna bæði á toppi og botni, komast í topp 6 og komast úr botnbaráttu. Þannig það er enginn leikur gefins fyrirfram, þetta er allt erfitt og það eru allir leikir erfiðir. Við verðum bara að halda áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner