Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   sun 25. ágúst 2024 19:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Mjög ánægður með það hvernig við svörum
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vesta á N1 vellinum í dag þegar 20.umferð bestu deildar karla hóf göngu sína. 

Valur hafði ekki unnið í tveim síðustu leikjum sínum í deildinni en gátu þó fagnað sigri hér í dag.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Mikið kjaftshögg að fá þetta mark á okkur úr fyrsta skotinu í rauninni á markið. Nokkrum mínútum eftir að Vestri fær rautt spjald og kannski þú hugsar að núna erum við einum fleirri en ég er mjög ánægður hvernig við svörum. Missum ekki haus og svona hægt og rólega þá tökum við stjórn á leiknum og skorum mark sem gefur okkur ró í hálfleik." Sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals.

Valur urðu manni fleirri strax á 5. mínútu en Túfa vildi þó ekki meina að Valsmenn hefðu breytt sínu leikplani eftir það.

„Nei ég held ekki. Ég held að leikurinn væri að spilast þannig að við værum meira með boltann og þeir myndu beita skyndisóknum og taka sinn tíma í föstum leikatriðum. Við gátum skorað fleirri mörk og mikill karakter og alvöru hugarfar að snúa leiknum aftur eftir að lenda undir snemma." 

Valsmenn fengu fullt af hornspyrnum í leiknum og var Túfa ekki ánægður með það hversu illa nýtt hornin voru.

„Svekktur sérstaklega því við erum búnir að eyða tíma núna á æfingarsvæðinu til að bæta föst leikatriði bæði varnarlega og sóknarlega og þetta bara sýnir að við verðum að æfa þetta meira." 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner