Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   sun 25. ágúst 2024 19:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Mjög ánægður með það hvernig við svörum
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vesta á N1 vellinum í dag þegar 20.umferð bestu deildar karla hóf göngu sína. 

Valur hafði ekki unnið í tveim síðustu leikjum sínum í deildinni en gátu þó fagnað sigri hér í dag.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Mikið kjaftshögg að fá þetta mark á okkur úr fyrsta skotinu í rauninni á markið. Nokkrum mínútum eftir að Vestri fær rautt spjald og kannski þú hugsar að núna erum við einum fleirri en ég er mjög ánægður hvernig við svörum. Missum ekki haus og svona hægt og rólega þá tökum við stjórn á leiknum og skorum mark sem gefur okkur ró í hálfleik." Sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals.

Valur urðu manni fleirri strax á 5. mínútu en Túfa vildi þó ekki meina að Valsmenn hefðu breytt sínu leikplani eftir það.

„Nei ég held ekki. Ég held að leikurinn væri að spilast þannig að við værum meira með boltann og þeir myndu beita skyndisóknum og taka sinn tíma í föstum leikatriðum. Við gátum skorað fleirri mörk og mikill karakter og alvöru hugarfar að snúa leiknum aftur eftir að lenda undir snemma." 

Valsmenn fengu fullt af hornspyrnum í leiknum og var Túfa ekki ánægður með það hversu illa nýtt hornin voru.

„Svekktur sérstaklega því við erum búnir að eyða tíma núna á æfingarsvæðinu til að bæta föst leikatriði bæði varnarlega og sóknarlega og þetta bara sýnir að við verðum að æfa þetta meira." 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir