Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagur Dan spáir í 18. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Dagur í leik með Keflavík sumarið 2018.
Dagur í leik með Keflavík sumarið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Valur Böðvarsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í 17. umferð Lengjudeildarinnar.

Í dag hefst 18. umferðin. Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Mjondalen í Noregi, spáir í hana.

Vestri 1 - 2 Keflavík (16:15 í dag)
Mínir menn í Keflavik taka þenna leik. Þetta verður hins vegar hörkuleikur og verður jafnræði á milli liðanna. Keflvíkingar skora fyrsta markið og það er 100 prósent Joey Gibbs sem skorar það mark. Vestramenn jafna svo leikinn um miðjan seinni hálfleik en Davíð Snær hendir í 'screamer' af 30 metrum og tryggir þrjú stig fyrir sitt lið.

Leiknir R. 3 - 1 Afturelding (14 á morgun)
Leiknismenn verða of stór biti fyrir Aftureldingu og verður þetta 'solid' 3-1 sigur hjá Leiknismönnum. Leiknir skorar fyrstu þrjú mörkin, Sævar Atli hendir í veislu, skorar þrennu og tekur boltann með sér heim. Afturelding skorar svo eitt sárarbótarmark í lokin.

Leiknir F. 1 - 1 Víkingur Ó. (14 á morgun)
Þetta verður stál í stál leikur, bottnbaráttuslagur og það veðrur alla vega eitt rautt spjald. Vikingur Ó. skorar fyrsta markið í byrjun seinni hálfleiks og svo henda Leiknismenn í mark á 93. mínútu og bjarga einu stigi.

Þróttur R. 0 - 3 ÍBV (14 á morgun)
Þetta verður 'solid' sigur Eyjamanna. Þeir hafa ekki unnið fótboltaleik í langan tíma en nuna kemur að því. Gary Martin mætir sturlaður í þennan leik, hendir í þrennu og klárar Þróttara.

Þór 1 - 0 Fram (14 á morgun)
Toppbaráttu leikur sem verður frekar tíðindalítill. Alvaro Montejo skorar snemma í fyrri hálfleik og verður það nóg til að tryggja sigur Þórsara.

Grindavík 2 - 0 Magni (15 á morgun)
Þetta verður 'solid' 2-0 sigur Grindvíkinga. Aron Jó hendir í sturlað aukaspyrnumark rétt undir lok fyrri hálfleiks og svo verður það Sigurjón Rúnarsson sem klárar leikinn í seinni hálfleik eftir hornspyrnu frá mínum manni, Aroni Jó.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (4 réttir)
Magnús Valur Böðvarsson (4 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Katrín Ásbjörnsdóttir (3 réttir)
Sveindís Jane Jónsdóttir (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Barbára Sól Gísladóttir (2 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Óskar Smári Haraldsson (2 réttir)
Rafn Markús Vilbergsson (2 réttir)
Brynjólfur Willumsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Siggi Bond (1 réttur)
Úlfur Blandon (1 réttur)
Nikola Dejan Djuric (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner