Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 25. september 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England um helgina - Annar stórleikur hjá Liverpool
Það verður leikið í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Fjórir leikir eru á morgun og byrjar það með leik Brighton og Manchester United í hádeginu. Man Utd byrjaði tímabilið á tapi gegn Crystal Palace, en Brighton er með hörkulið og þetta verður án efa erfiður leikur fyrir United.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja Crystal Palace klukkan 14:00, Chelsea heimsækir West Brom þar á eftir og lokaleikur dagsins er viðureign Burnley og Southampton.

Aðrir fjórir leikir verða á sunnudag þar sem Sheffield United tekur á móti Leeds í nágrannaslag. Tottenham mætir Newcastle og Man City fær Leicester í heimsókn. Í lokaleik sunnudagsins mætast West Ham og Wolves.

Á mánudaginn verða svo tveir athyglisverðir leikir. Fulham fær Aston Villa í heimsókn og klukkan 19:15 verður flautað til leiks í Liverpool þar sem heimamenn taka á móti Arsenal. Liverpool vann Chelsea um síðustu helgi.

Allir leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Síminn Sport.

laugardagur 26. september
11:30 Brighton - Man Utd
14:00 Crystal Palace - Everton
16:30 West Brom - Chelsea
19:00 Burnley - Southampton

sunnudagur 27. september
11:00 Sheffield Utd - Leeds
13:00 Tottenham - Newcastle
15:30 Man City - Leicester
18:00 West Ham - Wolves

mánudagur 28. september
17:00 Fulham - Aston Villa
19:15 Liverpool - Arsenal
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner