Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 06:15
Atli Arason
Kári Árnason frá keppni í tvær til þrjár vikur? - Styttist í Rúmeníu leikinn
Icelandair
Kári Árnason liggur í grasinu í landsleik
Kári Árnason liggur í grasinu í landsleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, leikmaður Víkings og íslenska landsliðsins, verður í kapphlaupi við tímann að ná landsleiknum mikilvæga gegn Rúmeníu þann 8. október en Kári fór meiddur af leikvelli í leik Fylkis og Víkings í Árbænum í gærkvöldi.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði í viðtali við fotbolti.net eftir leik í gær að Kári hafi tognað á nára og Arnar virtist hafa áhyggjur af Kára varðandi landsliðsverkefnið gegn á næstunni gegn Rúmeníu.

Enn fremur sagði Arnar í viðtali við Stöð2Sport eftir leik í gær að hann gæti áætlað að Kári yrði frá í tvær til þrjár vikur.

Kári mun í dag fara í frekari læknisskoðanir sem ættu að gefa skýrari mynd á það hversu lengi hann verður frá keppni en ljóst er að hann verður tæpur að ná landsleiknum gegn Rúmeníu.

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið sem nýlega missti Jóhann Berg út í meiðsli og óvíst er með hans þátttöku í umspilsleiknum gegn Rúmeníu í október.





Arnar Gunnlaugs: Það má alls ekki gerast á minni vakt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner