Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 25. nóvember 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Newcastle gæti reynt við Mbappe - Man Utd þarf að bíða eftir Pochettino
Powerade
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Lucien Favre, fyrrum stjóri Dortmund.
Lucien Favre, fyrrum stjóri Dortmund.
Mynd: Getty Images
Bandaríski landsliðsmaðurinn Christian Pulisic.
Bandaríski landsliðsmaðurinn Christian Pulisic.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan daginn. Hér má sjá allt helsta slúðrið úr ensku götublöðunum. Mbappe, Bale, Lacazette, Lingard, Traore og fleiri koma við sögu í pakkanum í dag.

Talið er líklegast að Kylian Mbappe (22), framherji Paris St-Germain og franska landsliðsins, yfirgefi Paris St-Germain þegar samningur hans rennur út í umar. Newcastle United er meðal félaga sem gætu reynt að fá heimsmeistarann. (Express)

Mauricio Pochettino (49) þarf að bíða í sex mánuði að minnsta kosti áður en hann getur orðið stjóri Manchester United. (Star)

Antonio Conte, stjóri Tottenham, hefur rætt við félagið um mögulegt tilboð í Fílabeinsstrendinginn Eric Bailly (27), varnarmann Manchester United. (Transfer Window podcast)

Lucien Favre, fyrrum stjóri Borussia Dortmund, og Rudi Garcia, fyrrum stjóri Lyon, hafa rætt við Manchester United sem leitar að bráðabirgðastjóra. (Telegraph)

Ralf Rangnick, fyrrum stjóri RB Leipzig, og Paulo Fonseca, fyrrum stjóri Roma, eru einnig á blaði á Old Trafford. (Mail)

Mynd af Ole Gunnar Solskjær sem var á Old Trafford hefur verið tekin niður í kjölfar þess að hann var rekinn. (Sun)

Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Christian Pulisic (26), sóknarleikmanni Chelsea en Lundúnafélagið vill ekki selja hann til keppinauta í ensku úrvalsdeildinni og spænska félagið hefur ekki efni á 50 milljóna evra verðmiðanum. (El Nacional)

Chelsea hefur rætt við ungverska varnarmanninn Attila Szalai (23) hjá Fenerbahce. (Football Insider)

Úlfarnir eru tilbúnir að hlusta á tilboð í spænska vængmanninn Adama Traore (25) í janúarglugganum. (Football Insider)

Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale (32), segir að framkoma Real Madrid í garð velska sóknarmannsins hafi verið „ógeðsleg". Samningur Bale rennur út næsta sumar. (Marca)

Alexandre Lacazette (30), framherji Arsenal, er á blaði hjá Atletico Madrid, Barcelona, Newcastle og AC Milan. Samningur hans rennur út næsta sumar. (Calciomercato)

Arsenal vill fá portúgalska miðjumanninn Renato Sanches (24) frá Lille í janúarglugganum. (Football London)

Jesse Lingard (28) vill enn yfirgefa Manchester United, þrátt fyrir brottrekstur Ole Gunnar Solskjær. (Star)

Mason Mount (22) hefur engar áhyggjur af samningsstöðu sinni hjá Chelsea og vill vinna fleiri titla með félaginu. (Telegraph)

Newcastle United mun veita Manchester United samkeppni um Kieran Trippier (31), varnarmann Atletico Madrid. (Sun)

Keinan Davis (23), framherji Aston Villa, er á óskalista Norwich City. Dean Smith, fyrrum stjóri Villa, stýrir nú Norwich. (Football Insider)

Eddie Howe (43), stjóri Newcastle, gæti stýrt sínum mönnum í leiknum gegn Arsenal á laugardag þrátt fyrir að hafa greinst með Covid-19 í síðustu viku. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner