Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 25. nóvember 2022 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Kane: Ekki besta frammistaðan en við erum í góðri stöðu
Harry Kane
Harry Kane
Mynd: EPA
Harry Kane, fyrirliði Englands, segir liðið ekki hafa átt sína bestu frammistöðu er það gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin á HM í kvöld.

Kane var ekki alveg að finna sig fyrir framan markið í kvöld en hann fékk tvö ágætis færi til að skora í leiknum.

Framherjinn átti skot sem fór af varnarmanni og aftur fyrir snemma í leiknum og var þá í fínum séns á að skora sigurmarkið í uppbótartíma síðari hálfleiks en skallaði aukaspyrnu Luke Shaw yfir markið.

Kane er sáttur með að hafa náð í stig gegn Bandaríkjunum.

„Þetta var ekki besta frammistaðan, það er alveg klárt. Við áttum góða kafla með boltann en vantaði aðeins upp á herslumuninn. Við héldum hreinu og komum okkur í góða stöðu í riðlinum samt sem áður,“ sagði Kane.

„Þurftum að vera beinskeyttari og þetta var þveröfugt við það sem gerðum gegn Íran. Við fengum tvö eða þrjú fín færi en kláruðum þau ekki. Við vorum að spila við erfitt lið og höldum bara áfram.“

„Þeir pressuðu vel og gerðu okkur erfitt fyrir. Það komu kaflar þar sem við gerðum ágætlega gegn þeim en við berum virðingu fyrir þeim. Jafntefli er ekki slæmt fyrir okkur og getum ekki beðið eftir að spila næsta leik.

„Við vitum að við getum spilað betur en jafntefli á HM er ekki slæmt. Enginn leikur er auðveldur og eftir fyrstu frammistöðuna þá hélt fólk að við myndum bara rúlla þessu upp en það er alls ekki málið. Við spiluðum við gott lið en þetta er ekki það sem við ætluðum okkur,“
sagði Kane í lokin.
Athugasemdir
banner
banner