Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. janúar 2021 16:40
Elvar Geir Magnússon
Loks ljóst að mark Man City átti ekki að standa
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur loksins opinberað að markið umdeilda sem Bernardo Silva skoraði fyrir Manchester City gegn Aston Villa í síðustu viku hefði ekki átt að standa.

Silva braut ísinn í jöfnum leik eftir að Rodri kom úr rangstöðu og hirti boltann af Tyrone Mings.

Dómararnir túlkuðu markið löglegt því nýtt atriði hafi hafist í leiknum þegar Mings sparkaði í knöttinn og Rodri því ekki rangstæður.

Dean Smith, stjóri Aston Villa, var allt annað en sáttur og lét í sér heyra. Hann fékk á endanum rautt spjald frá dómaranum.

Enska úrvalsdeildin hefur nú staðfest að túlkun dómaranna hafi verið röng og í framtíðinni eiga álíka mörk ekki að vera dæmd lögleg. Þegar rangstæður leikmaður hefur áhrif á andstæðing sinn á það ekki að vera löglegt.


Athugasemdir
banner
banner
banner