Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 26. janúar 2021 16:40
Elvar Geir Magnússon
Loks ljóst að mark Man City átti ekki að standa
Enska úrvalsdeildin hefur loksins opinberað að markið umdeilda sem Bernardo Silva skoraði fyrir Manchester City gegn Aston Villa í síðustu viku hefði ekki átt að standa.

Silva braut ísinn í jöfnum leik eftir að Rodri kom úr rangstöðu og hirti boltann af Tyrone Mings.

Dómararnir túlkuðu markið löglegt því nýtt atriði hafi hafist í leiknum þegar Mings sparkaði í knöttinn og Rodri því ekki rangstæður.

Dean Smith, stjóri Aston Villa, var allt annað en sáttur og lét í sér heyra. Hann fékk á endanum rautt spjald frá dómaranum.

Enska úrvalsdeildin hefur nú staðfest að túlkun dómaranna hafi verið röng og í framtíðinni eiga álíka mörk ekki að vera dæmd lögleg. Þegar rangstæður leikmaður hefur áhrif á andstæðing sinn á það ekki að vera löglegt.


Athugasemdir
banner
banner