Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 26. janúar 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Fimm framlengja við Þrótt
Kvenaboltinn
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikmenn kvennaliðs Þróttar hafa skrifað undir nýja samninga við félagið. Þetta

Þetta eru þær Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði liðsins og íþróttamaður Þróttar 2020, Andrea Rut Bjarnadóttir, Jelena Tinna Kujundzic, Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir og Linda Líf Boama.

Allar léku þær stórt hlutverk í liði Þróttar á síðasta sumri. Þær eru fæddar á árabilinu 2000 – 2003 og hafa þegar öðlast mikla reynslu með meistaraflokki og yngri landsliðum.

Á heimasíðu Þróttar er sagt að samningar við þessa leikmenn séu þáttur í uppbyggingu leikmannahóps kvennaliðs Þróttar og mikilvægt skref á þeirri leið sem mörkuð var með góðum árangri liðsins síðastliðið sumar.

„Þetta er frábær tíðindi fyrir okkur Þróttara, fimm frábærir leikmenn sem þarna skrifa undir og ætla að halda áfram að byggja upp liðið okkar í meistaraflokki kvenna til lengri tíma," segir Kristján Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar.

Þróttur endaði í fimmta sæti Pepsi Max-deildar kvenna í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner