Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 21:21
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Alex átti góðan leik í marki Leuven - Lecce á toppinn
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna í 1-1 jafntefli Leuven gegn Zulte Waregem í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Rúnar, sem er á láni frá Arsenal, er fastamaður í liði Leuven og hefur verið síðan í lok nóvember.

Hann varði fjögur færi í leiknum og var með bestu mönnum Leuven í kvöld. Leuven er með 27 stig í 13. sæti deildarinnar.

Þórir Jóhann Helgason kom þá inná sem varamaður er Lecce vann Vicenza, 2-1, í ítölsku B-deildinni.

Landsliðsmaðurinn byrjaði á bekknum en kom við sögu á 86. mínútu leiksins.

Lecce er á toppnum í B-deildinni með 40 stig, einu stigi meira en Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner